Ótrúlega góð tilhugsun að það skuli vera frí líka á morgun, og maður geti sofið einn dag enn út. Ég er komin með smá "nýjuvinnukvíða" en þar sem ég hef unnið við þetta áður þá ætti ekkert að koma mér á óvart. Verð samt að viðurkenna að mér finnst hálf fúlt að vera að vinna á frystihúsi. En a girl's gotta go what a gir's gotta do so ég verð að þéna einhverja peninga í sumar, og þar sem ég fílaði ekki að missa af sumrinu í Sparkaup, þar sem maður var innipakkaður frá 8 - 18:30 (19:30 á föstudögum)þá hugsaði ég með mér að vinna frá sjö til þrjú væri ágætis tilbreyting. Jú jú - verður ágætt að vera heiladauður í nokkra klukkutíma á dag, og geta bara hlustað á mp3 spilarann minn (audiobooks eða góða tónlist)
Ég er búin að vera að fíla mig í tætlur með nýju vélina mína. Geta farið með hana um allt hús, gert allt á hana, geta keyrt forrit og unnið hefðbundna vinnu í henni án þess að hún hiksti og hósti og fari svo í sleep mode vegna þess að minnið er ekki nægjanlegt til að framkvæma einföldustu skipanir...
Ég tók nýju vélina í gær og væpaði hana - XP home var á henni svo ég henti því út, það var ekkert að virka með hinum vélunum, þær vildu ekkert tala við hana. Og svo þoli ég ekki svona verlsunaruppsettar vélar, ekkert partition eða neitt. Ég er afar pikkí á hvernig tölvurnar mínar eru settar upp. Svo núna er ég búin að vera alsæl að dunda mér við að keyra inn á hana forrit og setja hana upp - svaka gaman hjá okkur.. þe mér og Medda litla.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli