fimmtudagur, maí 27, 2004

Tölvur, tölvur og tölvur

jámm kæra fólk, ég er búin að sækja um í Háskólann í Reykjavík, Kerfisfræði í fjarnámi. Núna er bara að bíða og vona, krossleggja putta og vona að ég fái inngöngu. Bið alla að hugsa vel til mín, og biðja fyrir mér. Þetta er eitthvað sem mig hefur langað til að gera í mörg ár, en aldrei fundið tíma né kjark til að gera.

Tölvukaupin eru enn á hold, þannig séð, S24 voru með stæla, þeir flestir sem hafa eitthvað með þá að gera vita hvað þeir geta verið leiðinlegir. Heimta ábyrgðarmann fyrir skitnum 80þ kr, ég bað þá bara vel að lifa. Sótti um eurokort, og fæ það í hendurnar vonandi á morgun. Allavega hringdu þeir í gærmorgun og sögðu að það yrði sent af stað. Svo ég hef hug á að kaupa mér Medion vél í BT, rosa flott vél, bara ástfangin af henni. Hvort sem ég fæ inn í HR eða ekki, þá þarfnast ég vél í fjarnámið engu að síður, held áfram í því ef ég fæ ekki inni. Það eina sem Tobbi litli ræður við núna er msn og ég er varla að treysta honum fyrir því þar sem hann er farinn að ráða því hvort ég sé away eða online....

Við settum upp þráðlausa kerfið. Mega magnað!! Getum verið með ferðavélarnar um allt hús. Og þar sem routerinn er tengdur í línuna þá eru vélarnar engri annarri háðar. Ef tölva A er endurræst, þá fara tölvur B, C, D og E ekki offline.. mega kúl.
Áður var það þannig að tölva A var aðalvélin og keyrði netið, en ekki lengur. Hjölli er búinn að vera að fara í gegnum allt tölvudótið sitt og viti menn - var ekki til bara nóg af dóti til að búa til tölvu F.
Til að skýra málið aðeins, þá eru tölvur A og B pésarnir okkar, C og D eru fartölvurnar okkar, og E er vídeóvélin, tengd heimanetinu en er uppi í stofu, sem gerir það að verkum að maður þarf ekki lengur að hlaupa upp og niður og hertaka tölvu A til að horfa á eitthvað í TV. Tölva F er sú sem er að fæðast.

Engin ummæli: