vaknaði við brutal hamagang í tíkinni í morgun, þá var hún búin að sofa nóg og fannst ég geta alveg farið á fætur með henni - klukkan var níu nota bene!!
En ég fékk leyfi til að kúra til tíu - fór þá framúr, og við lokkuðum Hjölla með okkur í sunnudagslabbóinn okkar. Frábært veður, hefur ekki verið svona blíða lengi og hlýtt - annars held ég að það fari hvessandi með deginum. En allavega þá var þetta kjörið tækifæri til að æfa tíkina í sundi en hún er farin að sýna stór góða takta í þessu öllu saman. Henni finnst svo gaman að busla að hún finnur alla polla til að hoppa um í, skvetta og sulla.
Svo er bara rólegheitin í Morrowind, fann Mod á netinu og er að spila þau - þar sem ég er lööööngu búin með aðalquestin í leiknum og hef lokið "söguþræðinum" en annars er Morrowind ekki leikur sem "klárast". Maður getur spilað hann endalaust.
Og ég horfði á Júróvision í gær - niðurstaðan kom mér reyndar ekki á óvart - Jónsi stóð sig mjög vel enda ekki við öðru að búast, en lagið sjált er bara hörmung, svo það er bara ekkert við þvi að gera.
Hvað finnst ykkur??
2 ummæli:
Mér fannst Ruslana langflottust, þótt ég hafi verið soldið veik fyrir ungu stelpunni frá Kýpur - mér fannst það ótrúlega fallegt rólegt lag.
Ég bara skil ekki af hverju "þessir menn", hverjir sem það eru, fatta ekki að það eru sjaldnar rólegu tilfinningaþrungnu lögin sem lenda í toppsætunum... hvað ætli sé langt síðan að rólegt lag hefur unnið keppnina???
Sammála Dóu. Flottasta lagið vann Eurovision!
Síðan þín er rosaflott, Gurrún mín :) Reglulega skemmtilegar breytingar!
Skrifa ummæli