Já gott fólk, dagurinn í dag fór í nákvæmlega ekki neitt. Meira að segja meikaði ekki að vera í tölvunum svo ég fór upp, fékk mér snakk og pepsi max og horfði á eld gamla Friends þætti, já ég veit, I'm sick... en stundum er bara algjör nauðsyn að sitja heiladauður og slaka á.
Á morgun byrjar svo vinnan, og ég er að stressa mig.. ég skil ekki af hverju ég er að stressa mig, kannski er það bara vegna þess að ég þarf að drattast á fætur kl sex í fyrramálið til að fara út með tíkina áður en ég fer. En þetta verður ok, mp3 spilarinn minn er ready to go, vinnufötin til reiðu, búin að taka af mér naglalakkið og fjarlægja eyrnalokkana. Svo það er ekkert eftir nema að vera með stálaga og fara snemma i bælið.
Fékk meil áðan frá konunni í Háskóla R-víkur og hún sagði að ég mætti búast við svari í vikunni. Ó mæ god..nú er að krossleggja putta og vona hið besta, mig langar svo rosalega til að komast inn og hefja þetta nám, að ég er actually með hnút í mallanum yfir svarinu frá þeim.... svo ég bið ykkur öll um að hugsa til mín.
1 ummæli:
Ég krossa fingur fyrir þig með svarið frá skólanum og ég er viss um að þú rúllar upp nýju vinnunni.. þetta reddast alltaf allt saman einhvern veginn! :o)
Skrifa ummæli