Ég keypti mér fínustu dekk í dag, notuð á kr 1.000,- stykkið sem þykir ekki mikið. Þetta er góð dekk, koma til með að endast vel út sumarið!! afar sæl með þetta!! Svo fer ég kl átta í fyrramálið til að skella þeim undir hjá mér. Erum að fara til Egilsstaða á morgun, svo ég vil endilega koma þeim undir strax. Ég finn til með nöglunum mínum sem eru núna undir bílnum þegar ég keyri um, finn hvernig þeir rífast og tætast í dekkjunum.
Í labbó áðan þá vorum við Kítara hinar rólegustu að kasta frisbee og hafa það gaman. Ég sé einn hestamanninn koma áleiðis á frekar ungu hrossi sem er greinilega ekki gamalt og þaulvant hundum. Ég treysti heldur ekki minni til að hlaupa ekki og gjamma að hrossum þar sem hún hefur aldrei fengið að komast í návígi við þau. Enda ekkert tækifæri hefur gefist til þess svo ég smelli á hana ólinni. En þessi góði maður kom með hrossið til okkar og spurði hvort hún hefði aldrei fengið að hitta hest þar sem hann sá mig setja á hana ólina þegar hann nálgaðist. Ég neita því, og hann segir mér að hrossið hafi heldur ekki umgengist hunda. Svo hann ákvað að leyfa þeim að hittast.
Þetta gekk bara ljómandi vel. Kítara lyktaði mikið, búffaði smá, en varð svo eiginlega alveg sama. Hún reyndi líka sama og ekkert að hoppa upp á manninn, heldur settist þegar ég sagði henni að setjast og hlýddi mér í einu og öllu. Hrossið hnusaði mikið af henni og fannst hún skrýtið fyrirbæri, var samt ekki mikið um búffið í henni en styggðist þó ekki.
Mér finnst svo gaman að sjá hvað hún er að þroskast. Fyrir alls ekki svo löngu hefði hún fyrir það fyrsta ekki leyft mér að setja á sig ólina möglunarlaust, og hún hefði verið miklu óþægari og aðgangsharðari við hrossið, þe búffað miklu meira og hvað þá fengist til að setjast á rassinn og vera kyrr. En hún er greinilega öll að koma til þetta djásn mitt. Þetta kyn er bara ærslafyllra en aðrir hundar, en góðir í að læra, tekur bara tíma og þegar hún róast þá á hún eftir að vera klassahundur. Ég td hreyri í manni á Neskaupstað á miðvikudaginn sem hefur verið með hlýðninámskeið og ég er að vonast til að komast að með hana þar. Við höfum báðar gott af því. Enda hlakka ég mikið til þess!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli