Ég er enhvern veginn alveg föst á því að það sé laugardagur í dag. Fatta ekki alveg að það sé vinna á morgun. Er ekki búin að gera neitt í dag, bara slappa af, leika mér í tölvunni, leika við tíkina, labbó og þess háttar.
Fékk úr 3 prófum af 4 í gær, er mjög ánægð með útkomuna:
Íslenska 303 fornbókmenntir = 9
Enska 303 = 9
Enska 404 utanskóla = 7
ég er afar ánægð með þetta - og þetta með að fá 7 í ensku er ok þar sem ég lærði ekkert um veturinn, nema skilaði inn einhverjum pistlum, opnaði ekki bók og lærði ekkert undir prófið - svo ég eiginlega get ekki beðið um meir.
Annars er lítil vinnuvika núna - þar sem ég fékk frí á þriðjudaginn til að skreppa í bæjartúr; verslunarleiðangur til Egilsstaða. Hjölla fannst eitthvað frekar fátæklegur ísskápurinn, hmm skrýtið, ég sem átti nóg af pizzu afgöngum og pepsi max... fatta hreinlega ekki hvað hann átti við maðurinn.
Kíkti í BT, varð ástfangin af tölvu þar, sem kostar litlar 215þ krónur, en ég er alvarlega að spá í að nota orlofspeningana mína til að fjárfesta mér í nýrri ferðavél. Tobbi litli er alveg að syngja sitt síðasta og ég treysti honum ekki í áframhaldandi námi, varla að hann meikaði þennann vetur. Er bara að spá í vél sem kostar aðeins um 100þ, borga inn á hana og taka rest á vaxtalausum 12 mánuðum eins og þeir eru að bjóða uppá. Kemur allt í ljós.
Annars er ekkert nýtt að frétta, allir hressir við góða heilsu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli