Góðan daginn og velkomin í síðustu vinnuvikuna mína í skólaselinu!! Verð meira að segja að ég hlakka til að byrja að vinna á frystihúsinu, sitja heiladauð í nokkra klukkutíma með mp3 spilarann minn og þurfa ekki endalaust að vera að tyggja sömu setningarnar.
Helging var fín, róleg og notaleg. Ég spilaði leikinn C.S.I. og þar sem það er ekki svona "endalaus" leikur þá kláraði ég hann 2x - þar sem ég var ekki með öll sönnunnargögn á hreinu. En ágætis afþreying engu að síður.
Ísbíllinn mætti á svæðið á föstudagskvöldið og var toppatilboð verslað, mmmm slurp - nammi nammm!!!
Einkunnin úr náttúrufræðiprófinu er ekki enn komin og er ég að verða nett pirruð á þessum slugsaskap í kennurunum. Ekki það að ég hlakki neitt ógurlega til að fá einkunnina í hendurnar en just want to get it over with!!!
1 ummæli:
C.S.I. leikur?? Hvar, hvernig, hví??? Ég elska c.s.i. og ætla að verða c.s.i. kona þegar ég verð stór!!! :D
Skrifa ummæli