sunnudagur, júlí 11, 2004

Sólríkur og góður dagur

Sælt veri fólkið. Jamm helgin hefur verið afar þægileg. Sólin ekki látið sig vanta, og ég er orðin þokkalega útitekin.
Já ég er hætt á frystihúsinu. Fór til Eskifjarðar til læknis á föstudaginn (þar sem enginn læknir er hér þegar sá eini er veikur, og óvitað um hvenær læknir verður til taks aftur) og fékk vottorð vegna baksins á mér, ég var/er ekki að meika svona vinnu og sérstaklega ekki fyrir þessum f**king lágu launum.
Ég er að skána í bakinu, gat bakað og rennt yfir gólfin í dag, svo Hjölli þarf ekki að gera öll húsverkin einn, eins og undanfarnar 4 vikur. Ég bakaði tilraun af sjónvarpsköku, gegt góð þó ég segi sjálf frá, tókst með snilli hjá mér.
Fór þrisvar með tíkina í dag í ósinn, enda hryllilega heitt úti, og hún með þennann svarta feld sinn. Reyndar var hún óþæg áðan, slapp og hljóp geltandi í átt að nágranna stráknum, sem hljóp svo grendjandi heim, en hún stoppaði eftir nokkur köll frá mér, og kom til baka, hún fór ekki alveg að honum. Ég vona að það verði ekki eftirmálar vegna þessa.
En annars hefur helgin bara verið róleg, sól, krossgátur og bækur, úti í garði á teppi....

Engin ummæli: