mánudagur, júlí 12, 2004

Mest stressandi

Hvað er það sem fólki finnst mest stressandi? Eru það ekki peningamálin? Jú allavega hjá mér, ég hata peningamál, og þegar maður ætlar að gera eitthvað, td að láta verða að því að fara í skóla, þá byrjar stressið um skólagjöld, þetta eru engar smá upphæðir sem um ræðir, og hvar á meðal manneskja að nálgast svona upphæðir? Ég sit í svitakófi því ég þarf að hringja í sparisjóðinn minn og athuga hvort þeir vilji aðstoða mig við að komast í skóla.. ég þoli ekki að standa í þessu, fæ svona nagandi kvíðaverki um allann líkamann, þannig að ég vilji helst leggjast fyrir.

Engin ummæli: