þriðjudagur, júlí 27, 2004

Reykjavík dagur 2

Komin í súkkulaði kaffið á Victor aftur - me like!!
Náði rétt að hitta Röggu vinkonu í gær áður en hún hljópst á brott út í Eyjar, sú ætlar að taka verslunarmannahelgina almennilega með góðu fríi.  Einnig var ég svo heppin að hitta Jóhönnu í gærkveldi, og sjá íbúðina hennar, en ég hafði ekki enn séð hana, og er hún mjög flott og notaleg.  Átti góða kvöldstund með henni yfir te/kaffi, á meðan synir hennar sváfu og kisa litla passaði baðherbergið.

Jamm ég vaknaði snemma – eða um átta, ákvað að skella mér í sund áður en ég færi með bílinn í skoðun.  Hjölli og tíkin ákváðu að kúra aðeins lengur.
Rosa gott að slaka á í pottinum og njóta þess að vera í almennilegum nuddpotti svona einu sinni.
Kíkti svo á afa og ömmu í hafragraut og slátur.  Fín uppistaða fyrir daginn! 
Bíllinn flaug í gegnum skoðun og var skreyttur fagur bláum miða á númeraplöturnar, ég eins og stolt ungamamma yfir þessu öllu saman!!
Því næst lá leiðin í Háskólann, athuga með auka einingar.  Við þessa litlu heimsókn mína þangað jókst spenningur minn um 100% vegna námsins, farin að hlakka geðveikt til, í bland auðvitað með smá stressi.  En ég er viss um að ég klári þetta nám.  Það er ekkert sem ætti að stoppa það.  Ég tel mig alveg vera með heilabúið í þetta, auk þess sem þetta flokkast með áhugamálum mínum....

En við erum ákveðin í að fara norður aftur á morgun.  Jú sól núna hérna, en eins og vanalega þá fylgir alltar rok með, og þegar sólarblíðan bíður á Akureyri er erfitt að halda sig í burtu, það er jú sumar og ég í sumarfríi!!

Engin ummæli: