miðvikudagur, júlí 07, 2004

Sólríkur dagur

Ákvað að láta fólk ekki slá mig út af laginu, skítt með það pakk sem heldur að það sé miklu betra en allir hinir. Hef ekki látið sorgir og sárindi undanfarið buga mig og ætla ekki að byrja á því núna!

Sólin yndisleg, rosalega hlýtt úti, lá í garðinum með litla gleðigjafann min hjá mér og réð krossgátur. Svo var henni orðið svo svakalega heitt greyinu að ég ákvað að henda henni í ósinn til kælingar, sem var greinilega mjög kærkomið. Hittum þá á Sölva og Nero, Kítara getur leikið við Nero, hann nefnilega nennir að leika - ekki oft sem það gerist. Sátum þrjú þe við Hjölli og Sölvi og kjöftuðum í nær tvo tíma í sólinni við ósinn.

Engin ummæli: