mánudagur, júlí 26, 2004

Í Reykjavíkinni

jámm við erum í Reykjavíkinni núna, sitjum í "veðurblíðunni" inni á Café Victor og njótum hot spot þráðlausu tengingarinnar þar, og sviss mokka kaffi... súkkulaði kaffi, eina kaffið sem ég get drukkið þessa dagana.  
Við fórum til Akureyrar á laugardaginn, og gistum þar, hjá tengdapabba, rúntuðum svo í góða veðrinu til R-víkur á sunnudaginn.  Gistum í góðu yfirlæti hjá Kalla og Raggý.  Kítara er eins og prinsessa, ræður ríkjum á því heimili, þar sem eru tveir aðrir hundar fyrir.  Kjáni, 4 ára, með hjarta á við rjúpu, sekkur inn í sig þegar hún ygglir sig framan í hann, og svo Pontó, 8 mánaða strákur sem vill bara leika, og meira að segja Kítöru finnst of mikil læti í honum, og siðar hann hiklaust til. 
Ef veðrið skánar ekki hérna, ætlum við að fara aftur norður á miðvikudaginn og slappa af á Akureyri. 

Engin ummæli: