föstudagur, júlí 30, 2004

Akureyri dagur 2 - fimmtudagur

Vaknaði snemma í morgun, náði ekki að sofa neitt ógurlega þar sem rúmið sem við erum í er ekki nægilega stórt fyrir okkur þrjú. Merkilegt nokk hvað lítill kroppur eins og hennar Kítöru getur tekið mikið pláss. Hún er ekki vön að sofa uppí hjá okkur, en á svona stöðum þar sem hún er ekki heima, þá erum við með hana inni hjá okkur yfir nóttina og þá endar hún alltaf uppí. Ósköp notalegt að knúsa hana, en hún er afar plássfrek.
Við fórum með hana fyrir ofan bæinn, þar sem við funum hátt og mikið gras, leyfðum henni að hlaupa og ærslast. Rúntuðum um bæinn, og þar sem Kaffi Akureyri opnar ekki fyrr en þrjú þá urðum við að finna okkur eitthvað annað til dundurs. Við höfðum bara afskaplega gott af því. Svo við ákváðum að fara í smá hádegispikknikk í Kjarnaskóg. Og það var snilldar gaman. Kítara lék á alls oddi og við köstuðum frísbí fyrir hana non stopp í klukkutíma. Fundum læk, tré, fullt af erfiðum stöðum og ef þetta er nógu erfitt þá skemmtir hún sér betur. Við Hjölli fengum okkur létt snarl í góða veðrinu og tókum fullt af myndum. Alveg yndislegt að vera þarna og slaka á!
Heimsóktum Gunna vin okkar, sem er heimavinnandi húsfaðir þessa dagana. Þar sem leikskólarnir eru í fríi, þá skipta þau hjónin með sér vinnudögum. Þau eiga 3 svaka krúttleg börn og það er nóg að gera á því heimili. Dauð öfunda þau af þessari íbúð sem þau fengu hérna á Akureyri, og núna langar mig í svoleiðis..... Og auðvitað fóru þeir Hjölli að skoða tölvuna hans Gunna og tala tungum... Ég hins vegar fann sófa og stein sofnaði. Hjölli segir að það sé vegna overdoze af súrefni eftir daginn. Og kvöldmaturinn var ekki af verri kantinum - Hjölli grillaði þessar dýrindis svínasteikur!! Yummie!!! Og eftir svoleiðis kvöldverð þá á maður að slappa af – það er bara skylda!!

Engin ummæli: