Föstudagur í dag. Vaknaði snemma, gott veður, rólegheitin í vændum. En það breyttist snemma. Fyrir klukkan níu hringir síminn, þá er pabbi á leiðinni til A-eyrar með eitthvað bilað stykki úr þvottavélinni þeirra. Og ég hitti hann um tíu og tók nokkra rúnta með honum í búðir, aðallaega tölvubúðir, honum langar svo í dvd skrifara.
Svo átti Hjölli tíma hjá lækni, sem átti að taka smá stund en tók um 2 tíma. Við Kítara tókum rúnt í frisbí á meðan, fór í búðir og fann hárlitinn minn (ekki seinna vænna en grá hár eru að brjótast fram úr felum - bölvuð!!) Og í þeirri andrá fékk ég skemmtilegt símtal frá Dóu vinkonu sem var á leiðinni til Akureyrar frá Dalvík. Ég hitti hana um tvö og fékk mér dýrindis köku og súkkulaði kaffi á Bláu könnunni. Afskaplega notalegt!!
Það er svo heitt og notalegt hérna á A-eyri, ef vindurinn væri ekki þá væri ekki líft úti. Miklu skárra en rokið og rigningin fyrir sunnan.
Gott að kíkja aðeins á netið á Kaffi Akureyri, kíkja svo aftur í Kjarnaskóg með tíkina og halda áfram að hafa það gott og náðugt!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli