miðvikudagur, júlí 14, 2004

Bloggstífla

það bara kemur stundum fyrir hjá manni, líka finnst manni ekkert vera að gerast til að skrá niður, svo maður hreinlega sleppir því, til að sýnast ekki pathetic með no life what so ever.
Ég komst að því að námið mitt er ekki lánshæft hjá LÍN, því mig vantar envherjar einingar uppá. Ég varð nett, þokkalega, mega pirruð/pissed út af þessu, fór og fékk mér popp og lagðist í Friends sukk....
Ef það er eitthvað sem getur glatt mann og fengið mann til að hugsa um ekki neitt, þá eru það Friends. Hver kannast ekki við að setja Friends á þegar þunglyndið streymir yfir mann?? Allavega hafa þessir þættir bjargað mér oft og mörgum sinnum. Friends og Stargate SG-1 voru my best buddys í vetur, þessum langa, dimma kalda einmannalega vetri. En nóg um það.

Ég talaði við þjónustufulltrúann minn á Sparisjóðnum og hún sagðist nú ekki ætla að láta mig gefast upp, eða so to say, hún allavega sagði að þetta myndi nú reddast á einn eða annann hátt, hún er afskaplega góð kona og hefur hjálpað mér mikið undanfarið blessunin.

Núna langar mig alveg hryllilega til Mývó um helgina, en það er alltaf spurning um helv.. peninga. Svo erum við að leggja í hann helgina eftir það, suður og til Akureyrar, og þá er alltaf hægt að stoppa í sveitinni.

1 ummæli:

Dóa sagði...

Láttu mig endilega vita ef þið verðið eitthvað nálægt Dalvíkinni - kannski ég geti hitt ykkur á kaffihúsi á Akureyrinni ef ég er ekki að vinna!

Hafðu ekki áhyggjur af peningunum, það reddast alltaf einhvern veginn. Fyrst ég get marið það að vera í skóla með allar mínar skuldir þá held ég að allir geti það!!