þriðjudagur, júlí 06, 2004

Metallica BESTIR!!!

Þessir tónleikar voru bara hrein snilld. Metallica var hrein snilld, þeir eru snillingar!! Þeir tóku öll óskalistalögin mín, meira að segja Fade to Black sem var víst ekki á lagalista hjá þeim. Og að heyra ca 18þ manns taka undir með Nothing Else Matters var eitthvað sem maður gleymir ekki.
Það var geðveikur hiti og skortur á súrefni á svæði A, og við Jóhanna áttum stundum afar erfitt og fórum reglulega til að kæla okkur og ná andanum. En eftir að löggan opnaði út fyrir aftan okkur þá var þetta ekkert mál.

Maður bara einhvern veginn á í erfiðleikum með að koma orðum að þeirri tilfinningu sem hríslast um mann við að sjá hljómsveit á sviði sem maður hefur hlustað á og dýrkað svo lengi. Og þegar sú hljómsveit stendur sig svona vel á sviði, og taka lögin fullkomlega þá eru engin orð sem fá þeim lýst!!!

Ég notaði svo tímann í gær til að hitta vinkonur mínar Röggu og Vilborgu sem höfðu stungið af úr bænum yfir helgina. það var dásamlegt veður í Reykjavík í gær, og sátum við Ragga úti á Kaffi Victor og nutum veðurblíðunnar.
Kom svo heim um átta í gærkveldi þar sem mín beið dýrindis matur. Og litli gleðigjafinn minn var ekki að spara fagnaðarlætin við að fá mig aftur heim.

Alltaf gott að koma heim.

Engin ummæli: