Þá erum við komin til Akureyrar, og áætlað er að vera hér fram yfir helgi. Erum hjá Herði, tengdapabba, og fer vel um okkur þrjú þar. Og þökk sé OgVodafone þá eru Hot Spots á Akureyrinni líka, sit núna á Kaffi Akureyri með súkkulaðikaffið mitt og skoða póst og blogg.... nice!! hvar væri maður án alls þessa?' hvernig fór maður að í gamla daga þegar maður átti ekki til fartölvu og heitir reitir þýddu eitthvað allt annað??
En við fórum á Nings í gærkveldi, og sáum svo I.Robot í Laugarásbíó. Will Smith náttlea bara snilld eins og við var að búast, en ég var mjög ánægð með þessa mynd þó ég sé ekki hæper framtíðar scifi aðdáandi.
Og ég afar stolt af sjálfri mér að hafa meikað tíma í Kringlunni á mega útsölum með kreditkortið í vasanum og eyddi EKKI NEINUM PENING!!!! Geri aðrir betur!!
Við lögðum svo í hann upp úr ellefu í morgun. Tókum þessu rólega fyrst, en eftir Staðarskála þá var brunað beint á A-eyri. Maður fann hvernig hitnaði í kring er nær dró, og hitinn hérna er mergjaður, hlakka til að eyða nokkrum dögum hérna. Dagskráin er fín um helgina, og þetta verður mjög gaman.
Er gjörsamlega að leka niður úr þreytu núna, hlakka til að fara að sofa með nýju sængurnar og satín sængurverin sem við fjárfestum í.
Þar til síðar - eigið góða helgi framundan og komið heil heim þið sem eruð á flakki!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli