fimmtudagur, mars 31, 2005
þriðjudagur, mars 29, 2005
Afmælisbörn dagsins eru.......
(amma mín og langamma Gabríels)
og
Hjörtur Smári Sigurðsson 8 ára ídag
(Systursonur minn)
Til hamingju með daginn elskurnar mínar!!!
Svo þetta er einn aðal afmælisdagur fjölskyldunnar!!
Gleðilega páska ............
Borðað og sofið.
Málsháttur minn var á þessa leið:
Hafðu því gát á tungu þinni.
Já svo okkur hérna líður afskaplega vel. Áttum góða páska og ég vona að svo hafið þið einnig!
Guðrún hin kærulausa
laugardagur, mars 26, 2005
Afmælisbarn dagsins er.......
Hann á afmæli í dag
hann á afmæli í dag
hann á afmæli hann Hjölli
hann á afmæli í dag!!
Til hamingju með daginn elsku Hjölli minn!
fimmtudagur, mars 24, 2005
Makes U wonder......
miðvikudagur, mars 23, 2005
Yndislegur dagur
Eins og ég segi; yndislegur dagur:
Las með syni mínum Pétur Pan
Kyssti manninn minn
Lék við tíkina
Rjómaterta og ljúffengt kaffi
mánudagur, mars 21, 2005
Gleðlilega stutta vinnuviku!!
Annars er allt fínt að frétta héðan. Gabríel kemst ekki í 3 mán skoðun fyrr en eftir páska þar sem hjúkrunarfræðingurinn (þessi eini) er farinn í páskafrí. Já svona er þetta úti á landi. Hefur meira að segja komið fyrir að svæðið sé læknalaust í 3 - 5 vikur!! Og þá er ekkert elsku mamma ef eitthvað kemur upp á heldur bruna í Egs á milljón. En allavega - þá verð ég að bíða með að fá að vita hvað sonur minn er orðinn þungur og langur. (hann bara stækkar allt of hratt þessi elska)
Helgin var róleg:
- Gómsætt lambalæri á borðum í gær. (slurp slurp)
- Gerði tilraun og málaði páskaunga á kerti (gaman gaman)
- Flétti í gegnum gamla bók sem ég fann og var fljót að loka henni aftur (gamla Laugabókin)
- Málaði á einn ramma (mistókst í litavali en kom samt kúl út)
- Browsaði á netinu og fann fullt af furðulegum en skemmtilegum bloggsíðum (td S-ameríkufarar og Kalli Sverris )
- Horfði á Formúluna og hlakkaði yfir óförum Ferrari liðsins (þar til sprakk hjá McLaren - it had to bite me in the ass)
- Fór í göngferðir með tíkina (lét hana hreyfa sig miklu meira en ég nennti að hreyfa mig)
- Keypti nammi á nammidaginn (möst)
- fann góða aðferð við að mata Gabríel á þess að fá allt frussandi framan í mig aftur.
sunnudagur, mars 20, 2005
Elsku Smutti minn
laugardagur, mars 19, 2005
Afmælisbarn dagsins
Knús og kossar frá Fáskrúðsfirði
Rólegur dagur
föstudagur, mars 18, 2005
Helgin framundan...
En ég vil óska ykkur góðrar helgar dúllurnar mínar.
Guðrún - hin gamla
Afmælisbarn dagsins er........
(Mynd tekin 28. mars 1991)
Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli hún Inga Hrund
Hún á afmæli í dag!!
Til hamingju með daginn elsku Inga mín!
Vona að þú eigir ógleymanlegan afmælisdag!!
Ástarkveðja Guðrún Kristín
Inga Hrund Gunnarsdóttir, er að lifa ævintýri erlendis en það er hægt að fylgjast með henni og hennar manni Kára á netinu. Fullt af skemmtilegum myndum og frásögnum! Eins og ég segi - algjört ævintýri sem þau eru að upplifa.Endilega skoðið síðuna þeirra!
fimmtudagur, mars 17, 2005
Ég er svo mikið sem...
Latte!
og samanstend af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?
Latte!
Þú ert skapstór og íhaldsamur einstaklingur sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Undir vissum kringumstæðum leyfirðu þér að prófa nýjungar, en þó aðeins að vel athuguðu máli.
Þú samanstendur af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
hoppirólur og tölvur
mánudagur, mars 14, 2005
Sitt lítið af hverju
laugardagur, mars 12, 2005
Fallegustu hljóð í heimi
Stundum er það ekki svoleiðis og maður er gjörsamlega búinn á því bæði á sál og líkama, en svo leggur maður litla kút á skiptiborðið og maður fær þetta líka fallegasta bros í heiminum, og hann mótar varirnar eins og hann sé að fara að segja eitthvað og út koma þessi yndislegu hljóð (hjalið), og svo horfir hann á mann með sínum stóru og bláu augum og maður bara gleymir öllu öðru – það er ekkert annað sem kemst að hjá manni, allar áhyggjur, þreyta, skyldur og kvaðir gleymast. Heimurinn er einhverstaðar lengst í burtu, og það kemst ekkert annað að…….
föstudagur, mars 11, 2005
Allt í drasli...
fimmtudagur, mars 10, 2005
"Ekki" dagur
Jamm, þó sonur minn sé yfirleitt hið rólegasta og yndislegasta barn þá er hann bara mannlegur og getur átt sína slæmu daga líka eins og við hin. Hann er bara nokkuð lunkinn við að hitta á þá daga sem mamma hans er ekki upp á sitt besta, eða er það kannski ekki tilviljun....??
Margir segja að börn og mæður séu nokkuð beintengd á þessum tímapunkti og er þá ekki alveg jafn líklegt að þegar móðirin vaknar og upplifir “bad hairday” að aumingja barnið verði fyrir ákveðnum áhrifum frá því?
Allavega eru þau áhrif sem það hefur á mann og hund sú að þau helst vilja ekki verða á vegi mínum. Kaffið er það eina sem blívar á svona stundum, sérstaklega þegar maður er hættur að reykja!
Allaveganna, þá er ekki mikið að gerast hjá litlu fjölskyldunni þessa dagana. Við tókum rúnt í sveitina í gær. Rosalega fallegt veður, rosalega fallegt á leiðinni.
Ég er alltaf að vinna í þessum þrítugs málum mínum. Hrekk í kút og fæ hnút í magann reglulega við þessi reality check mín. Ég horfi stíft á dagatalið og vona að það færist aftur á bak. En verð að viðurkenna að ég er nokkuð fegin þegar ég hugsa um hvað ég hef að sýna eftir þessi 30 ár mín. Ég er jú orðin mamma, sem ég held að engann hafi grunað að ég myndi ná að framkvæma. Ég á hús, bíl, hund og mann. Ekki brjálaðan starfsframa, en er í skóla til að bæta það upp. En það sem komið er, er ég býsna stolt af, og já vildi ekki breyta neinu.
En allavega einni súkkulaðitebollu og einum ástarpung síðar líður mér betur, og er tilbúin í slaginn við daginn aftur (þó hann sé langt kominn)
Guðrún hin galvaska nær þrítuga
mánudagur, mars 07, 2005
Slökun...
Úti er rosalega fallegt veður. Hlýtt, sólskin og notalegt. Fór í góða göngu með tíkinni í morgun, eftir góðan nætursvefn, en sonur minn er farinn að sofa svo vel á nóttunni að það er yndislegt. Svo núna tekur við afslöppun í hreinu stofunni minni, og njóta þess að vera til.
Gott að koma heim...
fimmtudagur, mars 03, 2005
Formúla 1 og Mývatnssveit
Við Gabríel og Kítara ætlum í sveitina um helgina svo þeir sem eiga þar leið um endilega kíkkið við. Hjölli ætlar að fórna sér í að mála eldhúsið og holið á meðan. Og stunda "hávaðasama niðurrifsvinnu" á meðan sem gefur af sér mikið sag og óhreinindi. Hann er á fullu núna á efri hæðinni þar sem við vonumst til að geta farið að klæða hana fljótlega og koma upp stiganum upp á þá hæð, en það er þegar komið gat að innanverðu ti að príla upp.
En við Gabríel ætlum að mæta galvösk í formúlu 1 snakkið hjá mömmu og pabba. Og Gabríel verður í Formúlu 1 gallanum sem pabbi gaf honum þegar hann fæddist.