fimmtudagur, mars 31, 2005

Páskamyndir komar inn

halló elskurnar - já ég er svo dugleg - búin að koma myndunum á netið! Endilega kíkið á þær hérna!

þriðjudagur, mars 29, 2005

Afmælisbörn dagsins eru.......

Guðrún Gunnarsdóttir 75 ára í dag
(amma mín og langamma Gabríels)

og
Hjörtur Smári Sigurðsson 8 ára ídag
(Systursonur minn)

Til hamingju með daginn elskurnar mínar!!!

Það má einnig geta þess að í dag áttu líka Þórhalla amma mín afmæli, en hún hefði orðið 80 ára í dag ef hún hefði lifað og lang amma mín, mamma Guðrúnar ömmu, en hún var fædd 1902 og ef hún hefði lifað þá væri hún semst 103 ára í dag!!!
Svo þetta er einn aðal afmælisdagur fjölskyldunnar!!

Gleðilega páska ............

Hæ hæ - já gleðilega páska - betra er seint en aldrei. En ég er að komast á netið núna eftir helgina. Við skruppum í sveitina og höfðum það virkilega næs. Myndir koma inn fljótlega. Gabríel alger engill. Afi og amma mættu á svæðið. Hjölli átti afmæli. Kíktum til Akureyrar og hittum mömmu og stjúpa Hjölla og vini okkar Gunna og Maríu.
Borðað og sofið.
Málsháttur minn var á þessa leið:

Vinur þinn á vin og vinur vinar þíns einnig.
Hafðu því gát á tungu þinni.

Þetta er svona nokkuð í anda Fáskrúðsfjarðar. þar sem allir þekkja alla, og maður sér á hverjum degi hérna að þegar 2 manneskjur slíta samtali þá snúa þær sér að næsta manni og baknaga manneskjuna sem þeir voru að tala við og svo koll af kolli. Það er jafnvel hægt að sjá þetta í kaupfélaginu! Svo miklar slettirekur og slúðurberar sem búa hérna. Ég er eiginlega á því að allir hérna eru falskir að einhverju leiti. En ég nenni ekki að eyða orku og tíma í að pæla í því.
Já svo okkur hérna líður afskaplega vel. Áttum góða páska og ég vona að svo hafið þið einnig!
Guðrún hin kærulausa

laugardagur, mars 26, 2005

Afmælisbarn dagsins er.......

Hjörleifur Harðarson

Hann á afmæli í dag
hann á afmæli í dag
hann á afmæli hann Hjölli
hann á afmæli í dag!!

Til hamingju með daginn elsku Hjölli minn!

fimmtudagur, mars 24, 2005

Makes U wonder......

I am 65% Internet Addict.
Total Internet Addict!
I am pretty addicted, but there is hope. I think I'm just well connected to the internet and technology, but it's really a start of a drug-like addiction. I must act now! Unplug this computer!

miðvikudagur, mars 23, 2005

Yndislegur dagur

og takk innilega fyrir allar kveðjurnar, gjafirnar, smsin og símtölin!!
Eins og ég segi; yndislegur dagur:
Rigning úti en sólskinsbros inni
Las með syni mínum Pétur Pan
Kyssti manninn minn
Lék við tíkina
Rjómaterta og ljúffengt kaffi
Já það er held ég bara allt í lagi að verða 30. ára.........

Afmælisbarn dagsins er .......

ÉG !!!!!!
(Ekki klár á hvenær mynd er tekin..)


Já góðir gestir - yours truly er 30. ára í dag!!

mánudagur, mars 21, 2005

Afmælisbarn dagsins er ....

Þórhalla Valgeirsdóttir systir mín
(mynd tekin 1971)

Til hamingju með daginn elsku systir!!

Gleðlilega stutta vinnuviku!!

þið sem eruð ekki í fæðingarorlofi eða á bótum. Vonandi fáið þið sem eruð í ströngu HÍ námi eitthvað frí til að pústa og hafa það náðugt í afslöppun, án þess að naga sig í handarbökin yfir því að vera ekki pungsveitt yfir námsbókunum! Fólk verður að fá frí líka frá námi!!
Annars er allt fínt að frétta héðan. Gabríel kemst ekki í 3 mán skoðun fyrr en eftir páska þar sem hjúkrunarfræðingurinn (þessi eini) er farinn í páskafrí. Já svona er þetta úti á landi. Hefur meira að segja komið fyrir að svæðið sé læknalaust í 3 - 5 vikur!! Og þá er ekkert elsku mamma ef eitthvað kemur upp á heldur bruna í Egs á milljón. En allavega - þá verð ég að bíða með að fá að vita hvað sonur minn er orðinn þungur og langur. (hann bara stækkar allt of hratt þessi elska)
Helgin var róleg:
  • Gómsætt lambalæri á borðum í gær. (slurp slurp)
  • Gerði tilraun og málaði páskaunga á kerti (gaman gaman)
  • Flétti í gegnum gamla bók sem ég fann og var fljót að loka henni aftur (gamla Laugabókin)
  • Málaði á einn ramma (mistókst í litavali en kom samt kúl út)
  • Browsaði á netinu og fann fullt af furðulegum en skemmtilegum bloggsíðum (td S-ameríkufarar og Kalli Sverris )
  • Horfði á Formúluna og hlakkaði yfir óförum Ferrari liðsins (þar til sprakk hjá McLaren - it had to bite me in the ass)
  • Fór í göngferðir með tíkina (lét hana hreyfa sig miklu meira en ég nennti að hreyfa mig)
  • Keypti nammi á nammidaginn (möst)
  • fann góða aðferð við að mata Gabríel á þess að fá allt frussandi framan í mig aftur.
Jamm semst normal, kósý, þægileg og afslappandi helgi......

sunnudagur, mars 20, 2005

Elsku Smutti minn

ég var að reyna að hringja í þig í gær - en enginn svaraði. Ég er svo spennt að vita hvernig gengur. Og endilega farðu og taktu til í pósthólfinu þínu þar sem það er orðið fullt og ekki hægt að senda þér póst!! Love ya!!

laugardagur, mars 19, 2005

Afmælisbarn dagsins

er Hafdís Eyja Vésteinsdóttir. Hún er eins árs í dag!! Til hamingju með fyrsta afmælisdaginn litla skutla!! Og sömuleiðis óska ég foreldrunum til hamingju með fyrsta árið!!!
Knús og kossar frá Fáskrúðsfirði

Rólegur dagur

og næs. Ekkert vesen, bara vakna, bleyjast, pelast og út að ganga með Gabríel. Tölvast, tv'ast og hamborgarast, nennum ekki að elda einu sinni. Mér finnst að svona eiga sumar helgar að vera. Algjört afslappelsi. Maður gerir það ekki nógu oft finnst mér.

föstudagur, mars 18, 2005

Helgin framundan...

og páskarnir nálgast. Ég á afmæli miðvikudaginn nk. Mér var bent á það í dag að það er þokkalegur djammdagur. Fyrir ekki svo löngu hefði maður verði búinn að plana þennann dag alveg frá a - ö og sennilegast ef maður hefði verið vinnandi eða skólandi þá hefði maður tekið þennann dag í frí. Stórafmæli á djammdegi. Öss mar - eins og ég sagði - þá var mér bent á þetta. Maður er orðin svo fullorðin/ráðsettur að maður er hættur að taka eftir svona hlutum. Kannski breytist það aftur þegar krílið stækkar, veit ekki.
En ég vil óska ykkur góðrar helgar dúllurnar mínar.
Guðrún - hin gamla

Afmælisbarn dagsins er........

Inga Hrund Gunnarsdóttir
(Mynd tekin 28. mars 1991)

Hún á afmæli í dag

Hún á afmæli í dag

Hún á afmæli hún Inga Hrund

Hún á afmæli í dag!!

Til hamingju með daginn elsku Inga mín!

Vona að þú eigir ógleymanlegan afmælisdag!!

Ástarkveðja Guðrún Kristín


Inga Hrund Gunnarsdóttir, er að lifa ævintýri erlendis en það er hægt að fylgjast með henni og hennar manni Kára á netinu. Fullt af skemmtilegum myndum og frásögnum! Eins og ég segi - algjört ævintýri sem þau eru að upplifa.Endilega skoðið síðuna þeirra!


fimmtudagur, mars 17, 2005

Ég er svo mikið sem...

Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Latte!
og samanstend af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?


Latte!
Þú ert skapstór og íhaldsamur einstaklingur sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Undir vissum kringumstæðum leyfirðu þér að prófa nýjungar, en þó aðeins að vel athuguðu máli.
Þú samanstendur af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.

hoppirólur og tölvur

Hæ hæ - hérna gengur allt sinn vanagang. Tíkin vakti mig brutally í morgun, sem var reyndar ágætt því ég komst í sturtu áður en Gabríel vaknaði.
Fengum leikgrindina og hoppiróluna hans í gær. Það var þvílíkt fjör hjá honum. Við leyfðum honum að prufa róluna líka þó lítill sé, bara höfðum hana þannig að það er enginn áreynsla á lappirnar hans. Og honum þótti þetta svo gaman, hoppaði og skoppaði og hló. Þið getið séð myndir af honum í albúminu undir mánuður 3.
Annars er ég búin að vera í því að setja upp lappann. Tók hann í gær og hreinsaði alveg. Var komið eitthvað vírusadót og böggar inn, þá nenni ég þessu ekki og væpa allt draslið. Við Gabríel sátum í morgun og dunduðum okkur við að finna forritin sem ég þarf og keyra inn. Ég setti td inn eitthvað beta dæmi af msn 7, lítur ágætlega út.
Svo líða dagarnir og alltaf nálgast þessi dagur sem er víst óumflýjanlegur.......

mánudagur, mars 14, 2005

Sitt lítið af hverju

Hæ kæru vinir nær og fjær. Helgin liðin, strax kominn mánudagur aftur, og enn líður nær afmælinu, þess dags sem ég vona að komi ekki, heldur hoppi bara yfir. Já, komi 22. mars, og svo 24. mars, ef 23. mars kemur ekki þá hlýt ég að haldast 29 ára allavega eitt ár viðbót??
Annars var helgin fín. Skruppun til Egs á laugardaginn, ætluðum að athuga með skrifborðsstól handa mér, en enginn fannst svo við keyptum fullt af öðru dóti í staðin. Það var bara gaman, þar sem maður er ekkert að splæsa á sig dóti oft. Og ég fékk ekkert upp úr manninum mínum hvað hann ætlar að gefa mér í þrítugs afmælisgjöf (þe ef dagurinn skyldi koma en ekki bara hlaupa í felur)
Úti er snjór, var frekar fúlt veður um helgina, allavega var svona ekta lopasokkakakóundirteppimeðbók veður í gær. Vona bara að þetta fari að hætta, svo það verði hægt að flakka eitthvað með ungabarn um páskana!!

laugardagur, mars 12, 2005

Fallegustu hljóð í heimi

eru þau þegar sonur minn er að tjá sig. Já það er bara svo skrýtið hvað þessi litlu kríli hafa stór áhrif á mann. Gabríel er farinn að borða graut á kvöldin, til að fá magafyllingu svo hann sofi betur (já og nái að sofna) og hann er svo góður og vær.
Stundum er það ekki svoleiðis og maður er gjörsamlega búinn á því bæði á sál og líkama, en svo leggur maður litla kút á skiptiborðið og maður fær þetta líka fallegasta bros í heiminum, og hann mótar varirnar eins og hann sé að fara að segja eitthvað og út koma þessi yndislegu hljóð (hjalið), og svo horfir hann á mann með sínum stóru og bláu augum og maður bara gleymir öllu öðru – það er ekkert annað sem kemst að hjá manni, allar áhyggjur, þreyta, skyldur og kvaðir gleymast. Heimurinn er einhverstaðar lengst í burtu, og það kemst ekkert annað að…….
Guðrún - ekki lengur gribba

föstudagur, mars 11, 2005

Allt í drasli...

ég var að horfa á Skjá Einn í morgun þegar ég var að gefa Gabríel pelann sinn. Og það var þátturinn Allt í Drasli. Ég hætti algjörlega að hafa komplexa yfir því að geta ekki verið með tuskuna eða sópinn á lofti í tíma og ótíma. Ég hreinlega trúi ekki að fólk geti lifað svona eins og þetta par gerði. Og það að hún hafi verið barnshafandi skil ég engan veginn (ég fékk auka púst í hreingerningaræðið þegar ég var ólétt og sérstaklega þegar ég mátti ekki gera neitt)
Það tók lið af hreingernigarfólki 72 vinnustundir að taka íbúðina í gegn!!! Ég horfði í kringum mig í stofunni minni - sem er enn þokkalega hrein eftir stórhreingerninguna á mánudaginn sl, og hugsaði með mér að ég er alls ekki svo slæm húsmóðir eftir allt!!!
Ef þið viljið fá smá egó búst varðandi heimilisstörfin og sjá að þið séuð bara alls ekki svo slæm endilega horfið á þáttinn:
Guðrún - hreinláta

fimmtudagur, mars 10, 2005

"Ekki" dagur

Suma daga er maður bara alls ekki (svipað og bloggerinn er búinn að láta í dag!) Eins og vinkona mín hún Blessuð Blíða segir þá bara vaknar maður þannig að maður er best geymdur í rúminu með góða bók, eða allavega ekki fyrir augunum á öðru fólki. Og þannig er þessi dagur minn í dag. Og greinilega hjá syni mínum líka. Hann byrjaði daginn klukkan fimm, og ræsti mömmu sína, var vakandi, frekar geðillur til sex, vaknaði aftur klukkan átta, og ræsti mömmu sína aftur sem hafði aðeins náð að sofna loks klukkan sjö, var vakandi til tíu, þá tók pabbi hans við honum til að pása mömmu hans, sem lagði sig í von um að sofna aftur en lá í rúminu án þess að sofna til hálf tólf, þegar sonurinn varð brjál aftur. Ég dílaði við pabbann um að þrauka aðeins lengur á meðan ég reyndi að bæta og hressa útlitið með að hoppa í sturtu, sem var misheppnuð tilraun á alla kanta. Tók við syninum og dekraði og dedúaði þar til hann gjörsamlega gat ekki meir og datt út af um hálf tvö; örmagna af þreytu og pirring.
Jamm, þó sonur minn sé yfirleitt hið rólegasta og yndislegasta barn þá er hann bara mannlegur og getur átt sína slæmu daga líka eins og við hin. Hann er bara nokkuð lunkinn við að hitta á þá daga sem mamma hans er ekki upp á sitt besta, eða er það kannski ekki tilviljun....??
Margir segja að börn og mæður séu nokkuð beintengd á þessum tímapunkti og er þá ekki alveg jafn líklegt að þegar móðirin vaknar og upplifir “bad hairday” að aumingja barnið verði fyrir ákveðnum áhrifum frá því?
Allavega eru þau áhrif sem það hefur á mann og hund sú að þau helst vilja ekki verða á vegi mínum. Kaffið er það eina sem blívar á svona stundum, sérstaklega þegar maður er hættur að reykja!

Allaveganna, þá er ekki mikið að gerast hjá litlu fjölskyldunni þessa dagana. Við tókum rúnt í sveitina í gær. Rosalega fallegt veður, rosalega fallegt á leiðinni.

Ég er alltaf að vinna í þessum þrítugs málum mínum. Hrekk í kút og fæ hnút í magann reglulega við þessi reality check mín. Ég horfi stíft á dagatalið og vona að það færist aftur á bak. En verð að viðurkenna að ég er nokkuð fegin þegar ég hugsa um hvað ég hef að sýna eftir þessi 30 ár mín. Ég er jú orðin mamma, sem ég held að engann hafi grunað að ég myndi ná að framkvæma. Ég á hús, bíl, hund og mann. Ekki brjálaðan starfsframa, en er í skóla til að bæta það upp. En það sem komið er, er ég býsna stolt af, og já vildi ekki breyta neinu.

En allavega einni súkkulaðitebollu og einum ástarpung síðar líður mér betur, og er tilbúin í slaginn við daginn aftur (þó hann sé langt kominn)

Guðrún hin galvaska nær þrítuga

mánudagur, mars 07, 2005

Slökun...

sit hérna með kaffibollann minn, sem ég dúllaði við þegar ég var að búa hann til í cappuccino vélinni minni. Ég var að þrífa húsið, og þeir feðgar dunduðu sér á meðan.
Úti er rosalega fallegt veður. Hlýtt, sólskin og notalegt. Fór í góða göngu með tíkinni í morgun, eftir góðan nætursvefn, en sonur minn er farinn að sofa svo vel á nóttunni að það er yndislegt. Svo núna tekur við afslöppun í hreinu stofunni minni, og njóta þess að vera til.

Gott að koma heim...

eftir yndislega helgi. Eins og alltaf í Mývó var yndislegt. Afslappandi og rólegt. Gabríel var smá tíma að átta sig á aðstæðum, nýjum andlitum, hljóðum og ljósum. Var ekki að ná að slappa af né sofa á föstudag, og lítið á laugardag. En um kvöldið á laugardag þá fann ég út hvað hann vildi til að ná að sofa almennilega og þá gekk þetta eins og í sögu.
Ég reyndar var ekki eins hörð á því og pabbi að vakna kl tvö til að horfa á formúluna. Við mamma og Gabríel létum fara vel um okkur um hádegið til að horfa. Ferrari maðurinn hann pabbi horfði ekki aftur á því hann var ekkert yfir sig hrifinn af því að hans maður náði ekki að klára fyrstu keppni tímabilsins.
En auðvitað tók ég myndir um helgina, og flestar eru af prinsinum kíkið á þær hérna

fimmtudagur, mars 03, 2005

Formúla 1 og Mývatnssveit

Við Gabríel og Kítara ætlum í sveitina um helgina svo þeir sem eiga þar leið um endilega kíkkið við. Hjölli ætlar að fórna sér í að mála eldhúsið og holið á meðan. Og stunda "hávaðasama niðurrifsvinnu" á meðan sem gefur af sér mikið sag og óhreinindi. Hann er á fullu núna á efri hæðinni þar sem við vonumst til að geta farið að klæða hana fljótlega og koma upp stiganum upp á þá hæð, en það er þegar komið gat að innanverðu ti að príla upp.
En við Gabríel ætlum að mæta galvösk í formúlu 1 snakkið hjá mömmu og pabba. Og Gabríel verður í Formúlu 1 gallanum sem pabbi gaf honum þegar hann fæddist.

Hvað get ég sagt....

annað en dagarnir eru hver öðrum eins núna. Ég fatta föstudagana því þá fer Hjölli á fund, og laugardaga því þá er nammi í nammibarnum í búðinni á 50% afslætti og auddað notfæri ég mér það.
Ég hef verið að ná í þætti úr Sex and the City seríum sem mig vantaði inn í, og er byrjuð á brilliant þáttum sem heita Desperate Housewifes og að sjálfsögðu er til próf sem heitir Which Desperate Housewife are you?
Ég er í saumaklúbb (borða og slúður). Ok hef ekki náð að mæta í 2 ár, en samt fylgist alltaf með, fæ alltaf meilin frá þeim, og fæ svo meil daginn eftir til að heyra slúðrið! Heldur mér alveg við efnið, og það síðasta sem ég vildi væri að missa sambandið við þessar 10 frábæru stelpur. Nú er svo komið að á einu ári fjölgar hjá okkur um 6 börn!! Geri aðrir klúbbar betur!! Til hamingju við allar!!!!
Ég er hins vegar að reyna að halda sönsum. Besta vinkona mín varð 30 um sl helgi, og svo kemur önnur vinkona mín 18. mars og svo er röðin komin að mér. Úff, ég er ekki alveg að ná að höndla þetta. Það sem kemur alltaf upp í kollinn þegar ég hugsa um þetta er "vá þegar Gabríel verður 10 ára gamall þá verð ég 39 ára"!!! ok Hjölli verður komin yfir 40, en samt, þetta er þarna, handan við hornið, óumflýanlegur veruleiki.
Samt þegar ég pæli í hlutunum, þá vildi ég ekki neinu breyta. Ok, ég er ekki með brjálaðan starfsframa og milljónir í vasanum og háskólapróf á veggnum. En ég á yndislegan son, góðan mann, hús yfir höfuðið (270 fermetra!!) bíl og góða heilsu. Fjölskyldu og vini sem ég dýrka og elska. Og fullt af minningum frá frábærum tímum, og hef farið og gert margt, séð margt, kynnst mörgum.
Af hverju hræðist ég aldurinn???