laugardagur, mars 12, 2005

Fallegustu hljóð í heimi

eru þau þegar sonur minn er að tjá sig. Já það er bara svo skrýtið hvað þessi litlu kríli hafa stór áhrif á mann. Gabríel er farinn að borða graut á kvöldin, til að fá magafyllingu svo hann sofi betur (já og nái að sofna) og hann er svo góður og vær.
Stundum er það ekki svoleiðis og maður er gjörsamlega búinn á því bæði á sál og líkama, en svo leggur maður litla kút á skiptiborðið og maður fær þetta líka fallegasta bros í heiminum, og hann mótar varirnar eins og hann sé að fara að segja eitthvað og út koma þessi yndislegu hljóð (hjalið), og svo horfir hann á mann með sínum stóru og bláu augum og maður bara gleymir öllu öðru – það er ekkert annað sem kemst að hjá manni, allar áhyggjur, þreyta, skyldur og kvaðir gleymast. Heimurinn er einhverstaðar lengst í burtu, og það kemst ekkert annað að…….
Guðrún - ekki lengur gribba

Engin ummæli: