eftir yndislega helgi. Eins og alltaf í Mývó var yndislegt. Afslappandi og rólegt. Gabríel var smá tíma að átta sig á aðstæðum, nýjum andlitum, hljóðum og ljósum. Var ekki að ná að slappa af né sofa á föstudag, og lítið á laugardag. En um kvöldið á laugardag þá fann ég út hvað hann vildi til að ná að sofa almennilega og þá gekk þetta eins og í sögu.
Ég reyndar var ekki eins hörð á því og pabbi að vakna kl tvö til að horfa á formúluna. Við mamma og Gabríel létum fara vel um okkur um hádegið til að horfa. Ferrari maðurinn hann pabbi horfði ekki aftur á því hann var ekkert yfir sig hrifinn af því að hans maður náði ekki að klára fyrstu keppni tímabilsins.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli