mánudagur, mars 07, 2005

Gott að koma heim...

eftir yndislega helgi. Eins og alltaf í Mývó var yndislegt. Afslappandi og rólegt. Gabríel var smá tíma að átta sig á aðstæðum, nýjum andlitum, hljóðum og ljósum. Var ekki að ná að slappa af né sofa á föstudag, og lítið á laugardag. En um kvöldið á laugardag þá fann ég út hvað hann vildi til að ná að sofa almennilega og þá gekk þetta eins og í sögu.
Ég reyndar var ekki eins hörð á því og pabbi að vakna kl tvö til að horfa á formúluna. Við mamma og Gabríel létum fara vel um okkur um hádegið til að horfa. Ferrari maðurinn hann pabbi horfði ekki aftur á því hann var ekkert yfir sig hrifinn af því að hans maður náði ekki að klára fyrstu keppni tímabilsins.
En auðvitað tók ég myndir um helgina, og flestar eru af prinsinum kíkið á þær hérna

Engin ummæli: