ég var að horfa á Skjá Einn í morgun þegar ég var að gefa Gabríel pelann sinn. Og það var þátturinn Allt í Drasli. Ég hætti algjörlega að hafa komplexa yfir því að geta ekki verið með tuskuna eða sópinn á lofti í tíma og ótíma. Ég hreinlega trúi ekki að fólk geti lifað svona eins og þetta par gerði. Og það að hún hafi verið barnshafandi skil ég engan veginn (ég fékk auka púst í hreingerningaræðið þegar ég var ólétt og sérstaklega þegar ég mátti ekki gera neitt)
Það tók lið af hreingernigarfólki 72 vinnustundir að taka íbúðina í gegn!!! Ég horfði í kringum mig í stofunni minni - sem er enn þokkalega hrein eftir stórhreingerninguna á mánudaginn sl, og hugsaði með mér að ég er alls ekki svo slæm húsmóðir eftir allt!!!
Ef þið viljið fá smá egó búst varðandi heimilisstörfin og sjá að þið séuð bara alls ekki svo slæm endilega horfið á þáttinn:
Guðrún - hreinláta
Engin ummæli:
Skrifa ummæli