fimmtudagur, mars 03, 2005

Formúla 1 og Mývatnssveit

Við Gabríel og Kítara ætlum í sveitina um helgina svo þeir sem eiga þar leið um endilega kíkkið við. Hjölli ætlar að fórna sér í að mála eldhúsið og holið á meðan. Og stunda "hávaðasama niðurrifsvinnu" á meðan sem gefur af sér mikið sag og óhreinindi. Hann er á fullu núna á efri hæðinni þar sem við vonumst til að geta farið að klæða hana fljótlega og koma upp stiganum upp á þá hæð, en það er þegar komið gat að innanverðu ti að príla upp.
En við Gabríel ætlum að mæta galvösk í formúlu 1 snakkið hjá mömmu og pabba. Og Gabríel verður í Formúlu 1 gallanum sem pabbi gaf honum þegar hann fæddist.

1 ummæli:

Anna Geirlaug sagði...

Hæ esskan
vona að þu sértr ekki voðalega svekkt við mig fyrir að koma ekki til þín...En það kom svoldið upp á í dag þannig að ég komst ekki...vona bara að þú verðir þarna eithvað lengur þannig að ég geti komið og séð Prinnsinn