mánudagur, mars 21, 2005

Gleðlilega stutta vinnuviku!!

þið sem eruð ekki í fæðingarorlofi eða á bótum. Vonandi fáið þið sem eruð í ströngu HÍ námi eitthvað frí til að pústa og hafa það náðugt í afslöppun, án þess að naga sig í handarbökin yfir því að vera ekki pungsveitt yfir námsbókunum! Fólk verður að fá frí líka frá námi!!
Annars er allt fínt að frétta héðan. Gabríel kemst ekki í 3 mán skoðun fyrr en eftir páska þar sem hjúkrunarfræðingurinn (þessi eini) er farinn í páskafrí. Já svona er þetta úti á landi. Hefur meira að segja komið fyrir að svæðið sé læknalaust í 3 - 5 vikur!! Og þá er ekkert elsku mamma ef eitthvað kemur upp á heldur bruna í Egs á milljón. En allavega - þá verð ég að bíða með að fá að vita hvað sonur minn er orðinn þungur og langur. (hann bara stækkar allt of hratt þessi elska)
Helgin var róleg:
  • Gómsætt lambalæri á borðum í gær. (slurp slurp)
  • Gerði tilraun og málaði páskaunga á kerti (gaman gaman)
  • Flétti í gegnum gamla bók sem ég fann og var fljót að loka henni aftur (gamla Laugabókin)
  • Málaði á einn ramma (mistókst í litavali en kom samt kúl út)
  • Browsaði á netinu og fann fullt af furðulegum en skemmtilegum bloggsíðum (td S-ameríkufarar og Kalli Sverris )
  • Horfði á Formúluna og hlakkaði yfir óförum Ferrari liðsins (þar til sprakk hjá McLaren - it had to bite me in the ass)
  • Fór í göngferðir með tíkina (lét hana hreyfa sig miklu meira en ég nennti að hreyfa mig)
  • Keypti nammi á nammidaginn (möst)
  • fann góða aðferð við að mata Gabríel á þess að fá allt frussandi framan í mig aftur.
Jamm semst normal, kósý, þægileg og afslappandi helgi......

Engin ummæli: