annað en dagarnir eru hver öðrum eins núna. Ég fatta föstudagana því þá fer Hjölli á fund, og laugardaga því þá er nammi í nammibarnum í búðinni á 50% afslætti og auddað notfæri ég mér það.
Ég hef verið að ná í þætti úr Sex and the City seríum sem mig vantaði inn í, og er byrjuð á brilliant þáttum sem heita Desperate Housewifes og að sjálfsögðu er til próf sem heitir Which Desperate Housewife are you?
Ég er í saumaklúbb (borða og slúður). Ok hef ekki náð að mæta í 2 ár, en samt fylgist alltaf með, fæ alltaf meilin frá þeim, og fæ svo meil daginn eftir til að heyra slúðrið! Heldur mér alveg við efnið, og það síðasta sem ég vildi væri að missa sambandið við þessar 10 frábæru stelpur. Nú er svo komið að á einu ári fjölgar hjá okkur um 6 börn!! Geri aðrir klúbbar betur!! Til hamingju við allar!!!!
Ég er hins vegar að reyna að halda sönsum. Besta vinkona mín varð 30 um sl helgi, og svo kemur önnur vinkona mín 18. mars og svo er röðin komin að mér. Úff, ég er ekki alveg að ná að höndla þetta. Það sem kemur alltaf upp í kollinn þegar ég hugsa um þetta er "vá þegar Gabríel verður 10 ára gamall þá verð ég 39 ára"!!! ok Hjölli verður komin yfir 40, en samt, þetta er þarna, handan við hornið, óumflýanlegur veruleiki.
Samt þegar ég pæli í hlutunum, þá vildi ég ekki neinu breyta. Ok, ég er ekki með brjálaðan starfsframa og milljónir í vasanum og háskólapróf á veggnum. En ég á yndislegan son, góðan mann, hús yfir höfuðið (270 fermetra!!) bíl og góða heilsu. Fjölskyldu og vini sem ég dýrka og elska. Og fullt af minningum frá frábærum tímum, og hef farið og gert margt, séð margt, kynnst mörgum.
Af hverju hræðist ég aldurinn???
1 ummæli:
Þar sem ég er ein af þessum frábæra saumaklúbb má ég til með að þakka fyrir þessu frábæru orð um okkur en... það er ekki bara slúðrað og borðað í þessum klúbbum, Brynja heldur uppi heiðri okkar og mætir ALLTAF með handavinnu (reyndar sú eina).
Farðu svo að koma þér í bæinn og helsa uppá okkur :)
Kv.
Hrund
Skrifa ummæli