föstudagur, mars 18, 2005

Helgin framundan...

og páskarnir nálgast. Ég á afmæli miðvikudaginn nk. Mér var bent á það í dag að það er þokkalegur djammdagur. Fyrir ekki svo löngu hefði maður verði búinn að plana þennann dag alveg frá a - ö og sennilegast ef maður hefði verið vinnandi eða skólandi þá hefði maður tekið þennann dag í frí. Stórafmæli á djammdegi. Öss mar - eins og ég sagði - þá var mér bent á þetta. Maður er orðin svo fullorðin/ráðsettur að maður er hættur að taka eftir svona hlutum. Kannski breytist það aftur þegar krílið stækkar, veit ekki.
En ég vil óska ykkur góðrar helgar dúllurnar mínar.
Guðrún - hin gamla

Engin ummæli: