mánudagur, mars 07, 2005

Slökun...

sit hérna með kaffibollann minn, sem ég dúllaði við þegar ég var að búa hann til í cappuccino vélinni minni. Ég var að þrífa húsið, og þeir feðgar dunduðu sér á meðan.
Úti er rosalega fallegt veður. Hlýtt, sólskin og notalegt. Fór í góða göngu með tíkinni í morgun, eftir góðan nætursvefn, en sonur minn er farinn að sofa svo vel á nóttunni að það er yndislegt. Svo núna tekur við afslöppun í hreinu stofunni minni, og njóta þess að vera til.

Engin ummæli: