Hæ hæ - hérna gengur allt sinn vanagang. Tíkin vakti mig brutally í morgun, sem var reyndar ágætt því ég komst í sturtu áður en Gabríel vaknaði.
Fengum leikgrindina og hoppiróluna hans í gær. Það var þvílíkt fjör hjá honum. Við leyfðum honum að prufa róluna líka þó lítill sé, bara höfðum hana þannig að það er enginn áreynsla á lappirnar hans. Og honum þótti þetta svo gaman, hoppaði og skoppaði og hló. Þið getið séð myndir af honum í albúminu undir mánuður 3.
Annars er ég búin að vera í því að setja upp lappann. Tók hann í gær og hreinsaði alveg. Var komið eitthvað vírusadót og böggar inn, þá nenni ég þessu ekki og væpa allt draslið. Við Gabríel sátum í morgun og dunduðum okkur við að finna forritin sem ég þarf og keyra inn. Ég setti td inn eitthvað beta dæmi af msn 7, lítur ágætlega út.
Svo líða dagarnir og alltaf nálgast þessi dagur sem er víst óumflýjanlegur.......
Engin ummæli:
Skrifa ummæli