mánudagur, mars 14, 2005

Sitt lítið af hverju

Hæ kæru vinir nær og fjær. Helgin liðin, strax kominn mánudagur aftur, og enn líður nær afmælinu, þess dags sem ég vona að komi ekki, heldur hoppi bara yfir. Já, komi 22. mars, og svo 24. mars, ef 23. mars kemur ekki þá hlýt ég að haldast 29 ára allavega eitt ár viðbót??
Annars var helgin fín. Skruppun til Egs á laugardaginn, ætluðum að athuga með skrifborðsstól handa mér, en enginn fannst svo við keyptum fullt af öðru dóti í staðin. Það var bara gaman, þar sem maður er ekkert að splæsa á sig dóti oft. Og ég fékk ekkert upp úr manninum mínum hvað hann ætlar að gefa mér í þrítugs afmælisgjöf (þe ef dagurinn skyldi koma en ekki bara hlaupa í felur)
Úti er snjór, var frekar fúlt veður um helgina, allavega var svona ekta lopasokkakakóundirteppimeðbók veður í gær. Vona bara að þetta fari að hætta, svo það verði hægt að flakka eitthvað með ungabarn um páskana!!

Engin ummæli: