fimmtudagur, apríl 29, 2004

Nú styttist í allt

Þá er síðasta kvöldið í skólanum runnið upp. Þá taka við próf sem byrja á mánudaginn næsta. Nú er bara einn dagur eftir af vinnuvikunni, og þá er helgarfrí. Og það er bara einn dagur eftir af mánuðinum, ekki það að ég fái útborgað á morgun - nei svoleiðis gerist ekki úti á landi -ó nei - maður þarf að bíða þar til á mánudaginn, svo það er "pastavika" líka fyrstu dagana af mánuðinum..
En þessi helgi verður ekkert annað en puð og púl. Ég er þegar byrjuð að læra fyrir próf með ýmsum verkefnum og gömlum prófum og þess háttar, svona aðeins til að grynnka á vinnunni yfir helgina.
En ég verð víst að fara að haska mér í skólann.

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Prófin nálgast

og það er bara einn kennsludagur eftir, annað kvöld.. Ég fæ svona hnút þegar ég hugsa um þetta.
En ég skilaði inn Kísilþörungaverkefninu mínu í gær, og ég er mjög ánægð með það. Fullt af óskiljanlegum líffræðiheitum og efnasamsetningum sem er akkúrat það sem kennarinn vildi fá. Enda þarf ég á góðri vetrareinkunn að halda þar sem ég hef ekki mikla trú á góðu gengi í prófinu sjálfu.
Morguninn núna fór í að kryfja til mergjar gamalt íslensku próf sem við fengum í hendurnar frá kennaranum okkur til undirbúnings. Svo það má segja að maður sé stax byrjaður á prófslestri.... úfff....

mánudagur, apríl 26, 2004

Góðan daginn og velkomin í nýja vinnuviku!

Ég er semsagt risin úr rekkju. Tíkin afar ánægð þegar hún fattaði í morgun þegar klukkan hringdi að í dag yrði venjulegur dagur með venjulegum rútínum.
Já ég er orðin nokkuð hress, ekki alveg - en nóg til að mæta til vinnu og takast á við lífið aftur. Ég meikaði að vinna í náttúrufræði verkefninu mínu um helgina, loksins loksins gat ég horft á tölvuskjá án þess að fá mega verki í augun. Get ekki enn verið með linsurnar en það er smáatriði.
Og ég las smásögurnar sem eru til prófs í kvöld í ensku. Mikið gott að geta lesið líka, mikið gott mikið gott - hefði aldrei getað trúað því hve hræðilegt það er að geta hvorki lesið né verið í tölvunni, my idea of hell !!
Náttúrufræðiverkefnið fjallar um kísilþörungana í Mývatni og ferli þeirra í Kísiliðjunni. Fann fullt af góðum upplýsinum á netinu - en ekkert jafnast á við munnlegar upplýsingar frá fólki sem hefur unnið við þetta í 30 ár. Þar kom hann pabbi minn í málið og lagði til fullt af ómetanlegum upplýsingum sem hvergi er að finna á netinu.
Á þessari viku sem ég var "ekki til" þá hefur mikið gerst í gróðri hérna. það er allt að verða grænt!!! Og trén eru farin að laufgast. Mér finnst alveg ótrúlegt hvað þetta er fljótt að gerast. Mér líður eins og ég hafi legið í dvala miklu lengur, og sé að vakna í nýja veröld.

föstudagur, apríl 23, 2004

Ég er hér enn
...lasin, og að verða nokkuð pirruð á því. En ég hreinlega þorði ekki að taka áhættuna að fara í vinnu í dag því ég er enn með sáran háls og rennandi augu. Þetta kemur allt - "þarf bara að gefa þessu smá tíma og þolinmæði og vera róleg og leyfa lyfjunum að virka" .... nope - ég sagði þetta ekki upphaflega.... en ég reyni að fylgja þessum ráðum....

En ég fann þennann brandara á einhverri blogsíðu:
Kona nokkur kemur inn í apótek og biður um Arsenik.
"Og hvað ætlarðu að gera við það ?"spyr apótekarinn.
"Ég ætla að gefa manninum mínum það því hann er byrjaður að
halda fram hjá mér".
"Ég get ekki selt þér Arsenik til þess",segir apótekarinn
jafnvel þó hann sé fari nn að halda fram hjá þér.
Þá dregur konan upp mynd af manninum sínum í miðjum samförum
við konu apótekarans.
"Ó"segir apótekarinn"ég gerði mér ekki grein fyrir því að þú værir
með lyfseðil !!!!!!!!!!!!

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Gleðilegt sumar!!
Ég ligg enn heima og japla a pensilíni, Kítara á skilið heiðursorðu fyrir að vera svona dugleg og þæg og góð, ég er skárri, en ekki góð. Ég er "grenjandi" stanslaust, og ég sef alveg ótrúlega mikið... Get voða lítið glápið á tölvuskjái, hvað þá lesið, það er þolanlegt að glápa á TV í svona meðal birtu, ekki skærri birtu né í myrkri... Ég merki það að mér fari batnandi er að ég þarf ekki eins mikið á Mr. 'Ibúfen að halda. Ég er bara drullufúl að ég geti ekki notað þennan tíma til að læra.. En svona er þetta bara... allavega kæru vinir og vanda menn Gleðilegt sumar og vonandi á ég eftir að hitta ykkur sem flest í sumar!!

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Tilkynningarskildan kallar...
ætlaði bara að láta vita af mér - nota tækifærið á meðan Mr. Íbúfen vinnur sitt djobb og lætur mér líða eins og lifandi mannveru, þá er ég semst lasin heima, með vírus í koki, sem leiðir upp í tárakirtla sem valda óþægindum og öðru sem er frekar ikkí. Fór til doksa í morgun og fékk pensa og smyrsl í augu, skipað svo að fara heim og láta fara vel um mig - sem ég reyni en verkirnir sem fylgja eru gífurlegir. Kítara er rosa dugleg, reynir ekki einu sinni að fá mig til að leika við sig, bara kúrir hjá mér og knúsar mig, gott að vera ekki alveg einn þegar maður er svona veikur og lítill í sér.

Endilega sendið mér skemmtilegan póst á meðan - aldrei að vita nema é geti skoðað á tölvuskjái á morgun.
Bless á meðan.....

mánudagur, apríl 19, 2004

Hálsbólga dauðans
Já ég vaknaði í morgun með hálsbólgu dauðans, reyndar byrjaði hún að grassera í gærkveldi, og ég man ég var alltaf að vakna í nótt við að reyna að kyngja eða eitthvað, allavega var ég alltaf að vakna. Og þessu helvíti fylgir nokkurskonar verkur í hálsi, er stíf frá hnakka niður í axlir..... Virkilega næs - eða þannig... bara típískur mánudagur myndi ég nú bara segja.
En að sjálfsögðu byrjaði ég daginn á því að fara í labbó/frisbee fyrir utan bæinn, rok, en alls ekkert vont veður - allavega hef ég séð það verra hérna at the end of the world.
En nú vinn ég hörðum höndum við að mýkja hálsinn áður en ég drattast í vinnu...

Ef ykkur leiðist í vinnunni í dag - leikið ykkur með þetta : Æfing í fingrasetningu

sunnudagur, apríl 18, 2004

Ógeðslega pirruð
Ok ég las þessa leiðinlegustu bók ever í gær, Breakfast at Tiffany's. Þvílíka flata og leiðinlegasta skrifaða saga ever! Og svo átti ég að skrifa 1500 orða essay um samband sögumannsins og Holly og hvernig það breytist í gegnum söguna!?!?
Ég hefði verið í jafn miklum vandræðum með þetta verkefni á íslensku - enskuhliðin er ekkert vandamál, ég þurfti nær að endurskrifa söguna til að fylla upp í kvótann!!

Annars er helgin búin að vera fín, dugleg að læra, þrífa og hafa það náðugt.

föstudagur, apríl 16, 2004

Mygluð...
Eitthvert krakkaskrípi frá Reykjanesbæ hringdi í morgun - fyrir átta!! "skakt númer" GGGRRRRRR
En það er föstudagur, og ég sé fram á svo til rólega helgi, burtséð frá lærdómi og hreingerningum.
Glóðaraugað mitt ætlar að halda sér í skefjum sem betur fer - sem sagt make up getur hulið það, en þetta leit ekki vel út á tímabili, nefið er enn ógurlega aumt, og ég fékk smá fagurbláma undir sitt hvort augað, en þetta ætlar að verða ok. Nema hvað nebbinn er bólginn.... næs!! beauty of the month!!

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Merkilegt...
Hvað hlutirnir breytast snögglega!! Einn daginn er allt ok, og síðan er fótunum kippt undan og maður á sér einskis ills von. Alltaf er maður að lenda í hremmingum. Sl ár var nú eitt sem á metið held ég, missi vinnuna og allt fer í bál og brand hjá okkur.

Maður reynir alltaf að sjá ljósu punktana á tilverunni og reyna að sjá tilganginn með öllu þessu basli, og loks þegar maður heldur að allt sé að falla í ljúfa löð aftur þá kemur annar skellur "bammmm!!"

Þá lendir fjölskylda manns í stöðu sem afar óþægilegt er að vera í. Já Kísiliðjunni verður lokað.
Af hverju?? af hverju máttu mamma og pabbi ekki vera þarna til eftirlauna aldurs? Þau eru búin að vera þarna síðan 1970!!
Come on!!
Og allt hitt fólkið, hvert á allt þetta fólk að fara? sérstaklega það sem er komið yfir 50 ár?? það á flest fasteignir þarna, og hefur verið þarna mest af sínum fullorðins árum. Sér maður þau í anda í smá kompuholu íbúð í Reykjavík sem fæst fyrir sama verð og einbýlishús úti á landi??

Og ég tala nú ekki um mýrina sem kemur til með að myndast þar sem núna stendur hið fallega Mývatn með öllu sínu lífríki og fuglategundum. Já þegar kísilgúrvinnslu verður hætt úr vatninu þá kemur kísillinn með að safnast saman, og þá grynnkar Mývatn þar til það verður að mýri - hvar eru náttúruvinirnir þá? eða eru þetta þessir svokölluðu náttúruvinir?

Já fólk, þetta er það sem sumir vilja, sumir hlakka yfir lokun verksmiðjunnar í núverandi mynd, telja hana náttúruspillandi og lífríkiseyðandi, kvarta og kveina yfir fuglastofni, mýflugu og silungi, en ég sé það bara í anda lifa góðu lífi þegar vatnið er orðið eitt mýrarfen.

Ég er kannski að taka full djúpt í árinni en maður getur ekki annað en verið þungbúinn þegar fótunum er kippt undan manns nánustu, og bernskuheimili manns er hætt búið, allt það öryggi sem foreldrar manns búa við er farið.

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Grjótagjá
ég smellti nokkrar myndir inni í kvennagjánni þegar ég var þar - en hún er 45°C heit og karlagjáin er 47°C - heitar en notalegar !! Kíkið á: Grjótagjá
Og svo átti ég til vef einhverstaðar sem var frá sumarfríi okkar sumarið 2002 sem ég tók í Grjótagjá líka: sumar 2002
Ný vinnuvika, stutt, en samt....
vinna. Já, reyndar var ekki erfitt að fara framúr í morgun, sólin skein, fuglarnir sungu, og veðrið sem var í gær, fór ekki, heldur er jafnvel enn hlýrra núna - þetta er snilld, þvílíkur vorfílingur í gangi hjá mér. Kítara rosa happy þegar hún fattaði að í dag væri venjulegur dagur, og plataði mig til að fara með sig út fyrir bæinn í frisbee kl átta! Það þurfti nú ekki mikið að snúa upp á handlegginn á mér, ég skemmti mér alveg jafn mikið og hún. Enda fær hún frekar þá hreyfingu sem hún þarfnast þarna en í bandi hérna innanbæjar.

En, svo tekur vinnan við eftir klukkutíma. Í dag er rólegur dagur, gott að byrja á rólegu dögunum svona eftir frí. Þá eru einu barni færra og það er barnið sem hefur stuðningsfulltrúann með sér, og klukkan eitt fer öll hersingin í fótbolta.

Ég er alveg að panica á skólanum. Það er allt of stutt í próf. En það hlýtur að reddast - eins og hún Dóa mín segir alltaf: Hlutirnir hafa þá tilhneyingu til að reddast

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Páskafríið
Jamm - páskafríið var mjög gott og afslappandi. Þegar ég kom frá Reykjavíkinni eftir frábæra veru þar þá tók frekari leti við. Kítara varð hæst ánægð að sjá mig og vék ekki frá mér. Fór til Húsavíkur með mömmu, fór til Akureyrar með mömmu og pabba, fór á 100% hitt sem er stand up/meðferð/hópfræðsla Helgu Braga á kynlífi. En sú skemmtun var haldin í SKjólbrekku - sem er frábært.
Ég las, át, svaf, horfði á vídeó, slappaði af, fór í langa og góða labbóa með hundunum og mömmu og pabba, fór í gufu, ljós og í Grjótagjá. Já ég hélt að ég ætti aldrei eftir að baða mig í Grjótagjá, en hún hefur verið lokuð til baða í 28 ár vegna þess hve heit hún er. En núna er hún orðin sæmileg, enn frekar heit, en kvennagjáin er 45° og karlagjáin er 47° - pabbi mældi hana í annað skiptið sem við fórum. En þetta er frábært, maður getur þrifið sig þar og rennslið er það mikið að þegar maður er búinn að skola hausinn og lítur aftur fyrir sig þá er sápan horfin, hún hverfur strax og vatnið orðið tært og skínandi aftur um leið.

Ég vona bara að fólkið sem stendur fyrir eyðileggingu gufubaðsins eyðileggi þetta ekki, þetta er svo mikil náttúruperla og einstök að það væri synd að fara að byggja í kringum þetta, steypa stiga og búningsklefa og þess háttar.

Sem sagt yndislegt páskafrí, þó fréttirnar um yfirvofandi lokun Kísiliðjunnar skyggi á góða skapið. En þeir sem ekki þekkja til þá eru báðir foreldrar mínir starfsmenn þar.
Snilld!
brjálæðislega gott veður í dag!! gerist varla betra - nema þá að sumri til með hærra hitastig. En sólin er búin að skína í allan dag og við Kítara erum sko búnar að notfæra okkur það. Og núna vorum við að koma inn úr garði þar sem mér datt í hug að við gætum alveg eins leikið okkur í frisbee þar. Bara kasta styttra, enda þarf hún líka að leika sér við að grípa og þess háttar líka - henni finnst það líka jafn skemmtilegt og að spretta úr spori. Svo er ég líka farin að treysta henni meir við að hlaupa ekki í burtu um leið og hún sér fólk. Stór sigur!! Ég hef 3x lent í að bandið hennar slitni sem hún er í þegar hún fer út í garð - og í þessi 3 skipti hefur hún komið til baka við fyrsta kall, svo hún fer ekki langt og hlýðir kalli - þegar ég komst að þessu þá fann ég að stór sigur var í höfn varðandi uppeldið á henni!!

mánudagur, apríl 12, 2004

Home again!
jamms við erum mættar heim aftur eftir hreint út sagt frábært páskafrí!! Kítara afskaplega glöð á að vera komin heim til sín og byrjaði á að athuga hvort allt væri ekki á sínum stað.
Kem með meira um fríið síðar!

mánudagur, apríl 05, 2004

? Reykjavíkinni!!!
Jamm ég komst í bæinn á laugardaginn, ótrúlegt en satt. Við Kítara brunuðum í sveitina eftir vinnu á föstudaginn, og gistum í Mývó. Svo flaug ég suður frá Akureyri á laugardaginn, en Kítara varð eftir í umsjá mömmu og pabba. Sagt er að fall sé fararheill og hingað til hefur það ræst - allavega í þessari ferð. Málið var að þegar ég var að fara á laugardaginn, fattaði ég að kveikjarinn minn varð eftir í flíspeysunni minni, og ég varð að kaupa mér annann ef ég ætlaði að smóka á leiðinni inn á Akureyri. Svo ég stoppa é búðinni til að kaupa einn, en fékk synjun á debetinu!!! "GLÆSILEGT" ég panica big time!! ég on time að fara í flug, og ég stend uppi með fullan bíl af bensíni, 1 stk sígópakka, kveikjaralaus með flugmiða en ekki krónu aukalega! frábært!! En ég sný við, næ í alla lauslega fjármuni hjá mömmu og pabba, including kr 2500.- í hundraðköllum og fimmtíuköllum. Hringi í Röggu, panica aðeins meir, en hugsa að hún hafi ekki alveg fattað símtalið vegna þess að klukkan var aðeins tíu og hún var sofandi – enn “hress” eftir 35 ára afmæli sem hún var í kvöldið áður.
En ég hafði það af og komst á leiðarenda.
Ferðin alveg yndisleg – Ragga búin að taka svo vel á móti mér að það er alveg frábært - gæti ekki verið betra – hún er líka yndi hún Ragga – þeir sem ekki þekkja hana ættu að kynnast henni – TAKK ELSKU RAGGA!!
Og ég er búin að hitta Vilborgu og sjá nýju íbúðina hennar – TIL HAMINGJU VILBORG – HÚN ER FRÁBÆR!!
Hún bauð okkur Röggu í mat í kvöld þegar við hittum hana á laugardaginn, þá var hún bara ný flutt inn og allt í kössum ennþá en það var gaman að sjá hana eftir þennan langa tíma.
Ég hitti Hjölla á laugardaginn líka. Ég var hryllilega stressuð, vissi ekkert hvernig ég átti að vera, en ég gruna að hann hafi verið í svipuðum sporum og ég. Hann leit rosalega vel út, fann mikinn frið og ró yfir honum, svona innri frið, eitthvað sem ég hef ekki fundið hjá honum áður. Allavega við áttum góða stund saman og á sunnudaginn kom kalli og náði í mig og við fórum í heimsókn upp á Hlaðgerðarkot, sem var fínt, ég hangi ekki í lausu lofti enn, ég veit núna hvað um ræðir, og þar af leiðandi líður miklu betur og finn fyrir sjálfstrausti í öllu þessu. Og auðvitað var gaman að hitta hann aftur. Öll minor details verða ekki skrifuð hér - allar samræður, umræður, gjörðir, hugsanir og tilfinningar eru for closed group only.....
Kalli – þessi elska fór svo með mig heim til þeirra Raggýar og ég fékk að hitta hana, Gísla Davíð og tvo heimilisketti. Kalli og Raggý eiga svoooo sætan hvolp, hann er bara æðislegur, en það var yndislegt að hitta þau, og Kalli svo elskulegur að nenna að keyra mig uppeftir. Þau hafa hjálpað okkur svo mikið, á þeim svo mikið að launa og ég veit stundum ekki hvar ég væri án þeirra – takk elskurnar mínar!!!

föstudagur, apríl 02, 2004

Risin úr rekkju...
Jamm - ég er komin á lappir aftur - og þvílík gleði hjá Kítöru þegar hún fattaði að ég færi á lappir í morgun - dansaði af kæti þegar ég fór í sturtu og klæddi mig því þá vissi hún að ég gæti farið í labbó og við gætum átt eðlilegan morgun sem er föst rútína hjá okkur; vakna, pissa, sturta, labbó, morgunmatur og kaffi. Svo leikum við okkur smá og hún nýtur þess að fá að vera úti í garði í spottanum sínum.
Þetta er fyrsti dagurinn sem ég er hitalaus, en það vottar enn af smá hausverk. Veit ekki hver andskotinn þetta er. En ég lít á björtu hliðarnar þar sem það var að ganga ælupest líka og ég slapp við hana.
Ég er búin að nota morguninn í að taka til dótið mitt, og Kítara er búin að stikla léttfætt í kringum mig, veit greinilega alveg hvað er í vændum - en það sem hún veit ekki er að ég fer svo í burtu frá henni í nokkra daga - veit ekki alveg hvernig hún tekur því. En hún verður í góðum höndum svo það verður allt í lagi.
Og samkvæmt Vegagerðinni þá er góð færð alla leið - greiðfært og grænn vegur alla leið svo ég þarf ekki að keyra á 60 með hjartað í brókunum yfir hálku og leiðindum :o)
Mér liður eins og litlu barni sem bíður eftir að fá að opna pakka á jólunum - þannig er spennan yfir að komast aðeins í bæinn!

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Alveg að verða hress
En vegna þess að ég var með hita og hausverk í gær líka þá þorði ég ekki öðru en að vera heima í dag líka - mér líður samt miklu betur í dag - er öll að skríða saman. Náttúrulega ómetanleg aðstoð frá Friends seríu 9 og 10 að þakka!

Svo á ég bókað flug til Reykjavíkur á laugardaginn, og er að reyna að ganga frá flugi til baka á þriðjudaginn. mamma og pabbi geta ekki passað dúlluna mina lengur því þau þurfa að vinna bæði. En þau eru samt yndisleg að fórna frídögum sínum í að passa gemlinginn minn svo ég komist suður að hitta vini og félaga! lakka svo til!!!

Svo er bara spurningin um hvenær Hjölli kemur heim?