fimmtudagur, apríl 15, 2004

Merkilegt...
Hvað hlutirnir breytast snögglega!! Einn daginn er allt ok, og síðan er fótunum kippt undan og maður á sér einskis ills von. Alltaf er maður að lenda í hremmingum. Sl ár var nú eitt sem á metið held ég, missi vinnuna og allt fer í bál og brand hjá okkur.

Maður reynir alltaf að sjá ljósu punktana á tilverunni og reyna að sjá tilganginn með öllu þessu basli, og loks þegar maður heldur að allt sé að falla í ljúfa löð aftur þá kemur annar skellur "bammmm!!"

Þá lendir fjölskylda manns í stöðu sem afar óþægilegt er að vera í. Já Kísiliðjunni verður lokað.
Af hverju?? af hverju máttu mamma og pabbi ekki vera þarna til eftirlauna aldurs? Þau eru búin að vera þarna síðan 1970!!
Come on!!
Og allt hitt fólkið, hvert á allt þetta fólk að fara? sérstaklega það sem er komið yfir 50 ár?? það á flest fasteignir þarna, og hefur verið þarna mest af sínum fullorðins árum. Sér maður þau í anda í smá kompuholu íbúð í Reykjavík sem fæst fyrir sama verð og einbýlishús úti á landi??

Og ég tala nú ekki um mýrina sem kemur til með að myndast þar sem núna stendur hið fallega Mývatn með öllu sínu lífríki og fuglategundum. Já þegar kísilgúrvinnslu verður hætt úr vatninu þá kemur kísillinn með að safnast saman, og þá grynnkar Mývatn þar til það verður að mýri - hvar eru náttúruvinirnir þá? eða eru þetta þessir svokölluðu náttúruvinir?

Já fólk, þetta er það sem sumir vilja, sumir hlakka yfir lokun verksmiðjunnar í núverandi mynd, telja hana náttúruspillandi og lífríkiseyðandi, kvarta og kveina yfir fuglastofni, mýflugu og silungi, en ég sé það bara í anda lifa góðu lífi þegar vatnið er orðið eitt mýrarfen.

Ég er kannski að taka full djúpt í árinni en maður getur ekki annað en verið þungbúinn þegar fótunum er kippt undan manns nánustu, og bernskuheimili manns er hætt búið, allt það öryggi sem foreldrar manns búa við er farið.

Engin ummæli: