mánudagur, apríl 26, 2004

Góðan daginn og velkomin í nýja vinnuviku!

Ég er semsagt risin úr rekkju. Tíkin afar ánægð þegar hún fattaði í morgun þegar klukkan hringdi að í dag yrði venjulegur dagur með venjulegum rútínum.
Já ég er orðin nokkuð hress, ekki alveg - en nóg til að mæta til vinnu og takast á við lífið aftur. Ég meikaði að vinna í náttúrufræði verkefninu mínu um helgina, loksins loksins gat ég horft á tölvuskjá án þess að fá mega verki í augun. Get ekki enn verið með linsurnar en það er smáatriði.
Og ég las smásögurnar sem eru til prófs í kvöld í ensku. Mikið gott að geta lesið líka, mikið gott mikið gott - hefði aldrei getað trúað því hve hræðilegt það er að geta hvorki lesið né verið í tölvunni, my idea of hell !!
Náttúrufræðiverkefnið fjallar um kísilþörungana í Mývatni og ferli þeirra í Kísiliðjunni. Fann fullt af góðum upplýsinum á netinu - en ekkert jafnast á við munnlegar upplýsingar frá fólki sem hefur unnið við þetta í 30 ár. Þar kom hann pabbi minn í málið og lagði til fullt af ómetanlegum upplýsingum sem hvergi er að finna á netinu.
Á þessari viku sem ég var "ekki til" þá hefur mikið gerst í gróðri hérna. það er allt að verða grænt!!! Og trén eru farin að laufgast. Mér finnst alveg ótrúlegt hvað þetta er fljótt að gerast. Mér líður eins og ég hafi legið í dvala miklu lengur, og sé að vakna í nýja veröld.