föstudagur, apríl 02, 2004

Risin úr rekkju...
Jamm - ég er komin á lappir aftur - og þvílík gleði hjá Kítöru þegar hún fattaði að ég færi á lappir í morgun - dansaði af kæti þegar ég fór í sturtu og klæddi mig því þá vissi hún að ég gæti farið í labbó og við gætum átt eðlilegan morgun sem er föst rútína hjá okkur; vakna, pissa, sturta, labbó, morgunmatur og kaffi. Svo leikum við okkur smá og hún nýtur þess að fá að vera úti í garði í spottanum sínum.
Þetta er fyrsti dagurinn sem ég er hitalaus, en það vottar enn af smá hausverk. Veit ekki hver andskotinn þetta er. En ég lít á björtu hliðarnar þar sem það var að ganga ælupest líka og ég slapp við hana.
Ég er búin að nota morguninn í að taka til dótið mitt, og Kítara er búin að stikla léttfætt í kringum mig, veit greinilega alveg hvað er í vændum - en það sem hún veit ekki er að ég fer svo í burtu frá henni í nokkra daga - veit ekki alveg hvernig hún tekur því. En hún verður í góðum höndum svo það verður allt í lagi.
Og samkvæmt Vegagerðinni þá er góð færð alla leið - greiðfært og grænn vegur alla leið svo ég þarf ekki að keyra á 60 með hjartað í brókunum yfir hálku og leiðindum :o)
Mér liður eins og litlu barni sem bíður eftir að fá að opna pakka á jólunum - þannig er spennan yfir að komast aðeins í bæinn!

Engin ummæli: