fimmtudagur, apríl 29, 2004

Nú styttist í allt

Þá er síðasta kvöldið í skólanum runnið upp. Þá taka við próf sem byrja á mánudaginn næsta. Nú er bara einn dagur eftir af vinnuvikunni, og þá er helgarfrí. Og það er bara einn dagur eftir af mánuðinum, ekki það að ég fái útborgað á morgun - nei svoleiðis gerist ekki úti á landi -ó nei - maður þarf að bíða þar til á mánudaginn, svo það er "pastavika" líka fyrstu dagana af mánuðinum..
En þessi helgi verður ekkert annað en puð og púl. Ég er þegar byrjuð að læra fyrir próf með ýmsum verkefnum og gömlum prófum og þess háttar, svona aðeins til að grynnka á vinnunni yfir helgina.
En ég verð víst að fara að haska mér í skólann.