Páskafríið
Jamm - páskafríið var mjög gott og afslappandi. Þegar ég kom frá Reykjavíkinni eftir frábæra veru þar þá tók frekari leti við. Kítara varð hæst ánægð að sjá mig og vék ekki frá mér. Fór til Húsavíkur með mömmu, fór til Akureyrar með mömmu og pabba, fór á 100% hitt sem er stand up/meðferð/hópfræðsla Helgu Braga á kynlífi. En sú skemmtun var haldin í SKjólbrekku - sem er frábært.
Ég las, át, svaf, horfði á vídeó, slappaði af, fór í langa og góða labbóa með hundunum og mömmu og pabba, fór í gufu, ljós og í Grjótagjá. Já ég hélt að ég ætti aldrei eftir að baða mig í Grjótagjá, en hún hefur verið lokuð til baða í 28 ár vegna þess hve heit hún er. En núna er hún orðin sæmileg, enn frekar heit, en kvennagjáin er 45° og karlagjáin er 47° - pabbi mældi hana í annað skiptið sem við fórum. En þetta er frábært, maður getur þrifið sig þar og rennslið er það mikið að þegar maður er búinn að skola hausinn og lítur aftur fyrir sig þá er sápan horfin, hún hverfur strax og vatnið orðið tært og skínandi aftur um leið.
Ég vona bara að fólkið sem stendur fyrir eyðileggingu gufubaðsins eyðileggi þetta ekki, þetta er svo mikil náttúruperla og einstök að það væri synd að fara að byggja í kringum þetta, steypa stiga og búningsklefa og þess háttar.
Sem sagt yndislegt páskafrí, þó fréttirnar um yfirvofandi lokun Kísiliðjunnar skyggi á góða skapið. En þeir sem ekki þekkja til þá eru báðir foreldrar mínir starfsmenn þar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli