og það er bara einn kennsludagur eftir, annað kvöld.. Ég fæ svona hnút þegar ég hugsa um þetta.
En ég skilaði inn Kísilþörungaverkefninu mínu í gær, og ég er mjög ánægð með það. Fullt af óskiljanlegum líffræðiheitum og efnasamsetningum sem er akkúrat það sem kennarinn vildi fá. Enda þarf ég á góðri vetrareinkunn að halda þar sem ég hef ekki mikla trú á góðu gengi í prófinu sjálfu.
Morguninn núna fór í að kryfja til mergjar gamalt íslensku próf sem við fengum í hendurnar frá kennaranum okkur til undirbúnings. Svo það má segja að maður sé stax byrjaður á prófslestri.... úfff....