Ný vinnuvika, stutt, en samt....
vinna. Já, reyndar var ekki erfitt að fara framúr í morgun, sólin skein, fuglarnir sungu, og veðrið sem var í gær, fór ekki, heldur er jafnvel enn hlýrra núna - þetta er snilld, þvílíkur vorfílingur í gangi hjá mér. Kítara rosa happy þegar hún fattaði að í dag væri venjulegur dagur, og plataði mig til að fara með sig út fyrir bæinn í frisbee kl átta! Það þurfti nú ekki mikið að snúa upp á handlegginn á mér, ég skemmti mér alveg jafn mikið og hún. Enda fær hún frekar þá hreyfingu sem hún þarfnast þarna en í bandi hérna innanbæjar.
En, svo tekur vinnan við eftir klukkutíma. Í dag er rólegur dagur, gott að byrja á rólegu dögunum svona eftir frí. Þá eru einu barni færra og það er barnið sem hefur stuðningsfulltrúann með sér, og klukkan eitt fer öll hersingin í fótbolta.
Ég er alveg að panica á skólanum. Það er allt of stutt í próf. En það hlýtur að reddast - eins og hún Dóa mín segir alltaf: Hlutirnir hafa þá tilhneyingu til að reddast
Engin ummæli:
Skrifa ummæli