föstudagur, apríl 23, 2004

Ég er hér enn
...lasin, og að verða nokkuð pirruð á því. En ég hreinlega þorði ekki að taka áhættuna að fara í vinnu í dag því ég er enn með sáran háls og rennandi augu. Þetta kemur allt - "þarf bara að gefa þessu smá tíma og þolinmæði og vera róleg og leyfa lyfjunum að virka" .... nope - ég sagði þetta ekki upphaflega.... en ég reyni að fylgja þessum ráðum....

En ég fann þennann brandara á einhverri blogsíðu:
Kona nokkur kemur inn í apótek og biður um Arsenik.
"Og hvað ætlarðu að gera við það ?"spyr apótekarinn.
"Ég ætla að gefa manninum mínum það því hann er byrjaður að
halda fram hjá mér".
"Ég get ekki selt þér Arsenik til þess",segir apótekarinn
jafnvel þó hann sé fari nn að halda fram hjá þér.
Þá dregur konan upp mynd af manninum sínum í miðjum samförum
við konu apótekarans.
"Ó"segir apótekarinn"ég gerði mér ekki grein fyrir því að þú værir
með lyfseðil !!!!!!!!!!!!

Engin ummæli: