þriðjudagur, apríl 13, 2004

Snilld!
brjálæðislega gott veður í dag!! gerist varla betra - nema þá að sumri til með hærra hitastig. En sólin er búin að skína í allan dag og við Kítara erum sko búnar að notfæra okkur það. Og núna vorum við að koma inn úr garði þar sem mér datt í hug að við gætum alveg eins leikið okkur í frisbee þar. Bara kasta styttra, enda þarf hún líka að leika sér við að grípa og þess háttar líka - henni finnst það líka jafn skemmtilegt og að spretta úr spori. Svo er ég líka farin að treysta henni meir við að hlaupa ekki í burtu um leið og hún sér fólk. Stór sigur!! Ég hef 3x lent í að bandið hennar slitni sem hún er í þegar hún fer út í garð - og í þessi 3 skipti hefur hún komið til baka við fyrsta kall, svo hún fer ekki langt og hlýðir kalli - þegar ég komst að þessu þá fann ég að stór sigur var í höfn varðandi uppeldið á henni!!

Engin ummæli: