Hálsbólga dauðans
Já ég vaknaði í morgun með hálsbólgu dauðans, reyndar byrjaði hún að grassera í gærkveldi, og ég man ég var alltaf að vakna í nótt við að reyna að kyngja eða eitthvað, allavega var ég alltaf að vakna. Og þessu helvíti fylgir nokkurskonar verkur í hálsi, er stíf frá hnakka niður í axlir..... Virkilega næs - eða þannig... bara típískur mánudagur myndi ég nú bara segja.
En að sjálfsögðu byrjaði ég daginn á því að fara í labbó/frisbee fyrir utan bæinn, rok, en alls ekkert vont veður - allavega hef ég séð það verra hérna at the end of the world.
En nú vinn ég hörðum höndum við að mýkja hálsinn áður en ég drattast í vinnu...
Ef ykkur leiðist í vinnunni í dag - leikið ykkur með þetta : Æfing í fingrasetningu
Engin ummæli:
Skrifa ummæli