eða kannski ekki...
Hitti Vilborgu í gær á sýningunni Austurland 2004 Alltaf gaman að hitta hana blessunina. Rosalega flott það sem hún hefur verið að gera, hún er dugnaðar forkur hún Vilborg mín!! Sýningin var mjög flott, mjög mikið skemmtilegt að sjá, og mikið fólk, mér fannst þessi sýning bara glæsileg í alla staði!!
Við komum heim um sjö í gærkveldi og var þá dagurinn orðinn þokkalega langur hjá mér, og ég var búin á því, enda var mín sofnuð fyrir níu, fyrir framan imbann.
Vaknaði hress í morgun kl átta, og um níu fórum við Kítara í morgun labbóinn okkar. Og ég svo yfir mig full af orku, ákvað að þrífa bílinn minn hátt og lágt, sápuþreif hann, þurrkaði, rainexaði og pússaði, jafnt sem innan og að utan. Og klukkan er bara ellefu...
Núna er planið að skella sér í sunda á Breiðdalsvík, en hef ég heyrt að þar sé mjög góð laug með dúndur pottum - mikið gaman!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli