Vaknaði reyndar snemma, en var útsofin svo það var bara mjög fínt. Slakaði á með ferðavélina mína uppi í stofu, spjallaði við fólk og horfði á barnaefnið með öðru auganu.
Skelltum okkur til Egilsstaða um hádegið, aðallega til að fara í sund og liggja i góðum heitum potti með góðu nuddi. Að sjálfsögðu var komið við í BT, það er nú bara skylda. Þar fann ég leik á 499.- kr Broken Sword, og er ég búin að hafa það notalegt í dag að spila hann.
Leiðindarveður, rigning og engin sól - til hamingju Reykvíkingar! Well ég uni Röggu vinkonu að fá gott veður á afmælisdag no 2. Hún er einmitt að halda upp á afmælið í kvöld, en ég komst ekki (grátur grátur) En við tökum bara aðra helgi í það,hlakka geggjað til.
Sjómannadagshátíðin var haldin í dag,en við hreinlega pældum ekkert í því, komum akkúrat til baka í fjörðinn þegar kökukaffinu var að ljúka - damn - hefði alveg getað hesthúsað nokkrar sneiðar af gómsætu sætabrauði og kökum.... Ætli ég verði bara ekki að baka það sjálf...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli