vorum að koma heim af hlýðninámskeiði. Það var ausandi rigning, en það skemmdi ekki fyrir. Kítara stóð sig eins og hetja, og var mjög gaman að fá hana til að gera nýja hluti. Hún er svo móttækileg og fljót að læra, og það sem meira er; henni finnst það svo gaman! Hún heillaði alla upp úr skónum þegar hún hljóp á milli fólksins og skellti frisbee fyrir framan þau, settist og beið eftir að þau köstuðu fyrir hana. Við komum svo heim núna rétt áðan, renndandi blautar, svangar og þreyttar, en afar sælar með kvöldið.
Nú styttist í Metallica tónleikana. Á leiðinni heim kom Nothing Else Matters í útvarpinu, í unglingaþætti Rásar 2. Ég hækkaði í botn og fékk gæsahúð og fiðring við tilhugsunina um að ég fæ að sjá kappana á sviði. Fattaði hve stutt það er, og ég hreinlega er svona spennt eins og litlu börnin sem bíða eftir jólunum....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli