Ég var einmitt að spá í því um daginn að ég væri ekki að fatta að það væri komið sumar, þe nær miður júní. En undanfarið þá hefur sumarfílíngurinn verið að síast inn fyrir hjá mér. Úti er sól og blíða 3ja daginn í röð!!
Í gær þá var ég úti í garði með Kítöru og við vorum í boltaleik, ég sat (hreinlega gat ekki staðið) og kastaði fyrir hana bolta út í hvönnina og háa grasið - við köllum þetta Jungle ball, þar sem hún þarf að leita að boltanum, svaka fjör. Hjölli stóð uppi í stillasa og málaði í sólinni. Ég fékk meira að segja smá roða í kinnar!!
Í dag er eins, sól og brilliant veður. Vorum að koma inn úr bíltúr. Byrjuðum á að fara með tíkina í frisbee, og rúntuðum svo um sveitina, fórum upp í dali, þar sem verið er að gera nýjan veg, og allt á fullu við göngin. En við máttum ekki keyra þar að, en núna veit ég hvar þetta er.
Þó svo að vinnan sé ekkert upp á marga fiska (ha ha ha nóg af fiski) þá nýt ég þess að vakna kl 6 og fara út í þetta blíðuveður með Kítöru. Og að vera búin kl 3, er frábært, dagurinn rétt að byrja finnst mér, nóg eftir. Og þótt maður sé gjörsamlega búinn á því, bæði í fótum og baki, þá nýtur maður þess að eiga svona stundir eins og núna í dag, bara rúnta í sólinni, borða ís/pylsu og slappa af og njóta þess að vera til!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli