föstudagur, júní 11, 2004

Gleðilegan föstudag!!

Góðan daginn dúllurnar mínar!!
Ég á eftir að þrauka einn dag enn í vinnunni í þessari viku, ég hlýt að komast í gegnum það.
Úti er alveg yndislegt veður, alveg logn og sólin skín, gæti alveg hugsað mér að ná í nesti og nýja skó og ganga eitthvað út í óbyggðirnar hér í kring núna, leyfa tíkinni að hlaupa frjálsri með. En ekki í dag. Vinnan kallar.
En seinnipartinn er áætlað að kíkja á Egilsstaði, ég er að hugsa um að byrja á að fara í sund, og síðan heilsa upp á Vilborgu vinkonu sem er að vinna á sýningunni Austurland 2004. Hlakka mikið til að sjá hana!!!
Eigið góðan dag í dag !!!

Engin ummæli: