Ég hef ekkert verið neitt afar duglega að blogga undanfarið, bara rétt til að láta vita af mér og þess háttar. En það er búið að vera gaman að vera til undanfarið.
Eins og þið vissuð þá fórum við Kítara á hlýðninámskeið um sl helgi. En þá vorum við eigendurnir teknir fyrir, og það var mjög áhugavert. Mikið af upplýsingum sem ég hefði viljað vita um leið og ég fékk tíkina á heimilið. En samt var afar fátt sem ég vissi ekki nú þegar og mjög fá atriði sem ég hef verið að gera vitlaust. En enginn er gallalaus, og ég er núna að vinna í því að breyta því sem má breyta.
Svo hittumst við aftur með hundana á mánudagskvöldið sl, og það var fjör maður lifandi!! Þarna voru 10 hundar samankomnir af öllum stærðum og gerðum. Og rosalega mikið lyktað, búffað og leikið. Kítara mín var með þeim elstu, og hagaði sér samkvæmt því - basically þá "réði" hún öllu. Hún td tók einn boxer/doberman blending í nefið þegar hann tók af henni frisbeeinn (hún náði honum upp að kvið).
En hún stóð sig eins og hetja, hún hlýddi öllu, gerði allt rétt, flaðraði ekki neitt (hexið - hún veit þegar hún á að haga sér) ég hafði einmitt hlakkað til að sýna honum (kennaranum) ólætin í henni svo hann gæti ráðlagt mér varðandi það. En neeeiii ekkert svoleiðis til í minni þann daginn...
Kennarinn var svo hrifinn af henni (hefur átt sjálfur border collie) að hann vildi endilega sjá okkur á æfingu leitarhundanna, sem er einmitt í dag, og erum við að fara þangað á eftir. Hún er einmitt ekkert gæludýr, heldur vinnuhundur, og ég vissi það, enda hefur mig alltaf langað til að gera eitthvað meira með henni. Og hann telur hana efni í leitarhund. Eg ekkert smá happý!!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli