sunnudagur, júní 13, 2004

Sunnudagur til svefns...

Já sökum 18 ára afmælispartýs hjá syni nágrannans, þá var ekki mikið sofið í nótt. Foreldrarnir og yngri bróðir eru á sólarströnd og guttinn auðvitað nýtir sér þetta tækifæri til að sletta ærlega úr klaufunum. Reyndar sagði Hjölli að þetta hefði verið svona líka á föstudagskvöldið og fram eftir þá en ég rumskaði ekki við það. En þetta er svo sem ok, þar sem ég hef ekki heyrt neitt frá þessu húsi siðan ég flutti, ofboðslega rólegir nágrannar, svo maður unir krakkarassgatinu þess að halda upp á daginn, maður var víst svona sjálfur.

Við fórum í gær í sund á Breiðdalsvík, var samt ekki vör við þennan dúndur pott sem ég hafði heyrt um, þarna var bara svona ekta sumarbústaðapottur sem rýmir 4-6. Og ekkert nudd.. en það var samt ofboðslega ljúft að slaka á í heitum potti. Og gaman að taka svona rúnt út fyrir bæinn stöku sinnum. Brilliant veður - þá er alltaf gaman að rúnta og vera til.

Ég er búin að vera löt í dag. Jú fór 2x með tíkina í dag, í seinna skiptið með Hafdísi og Jeltsín. Mjög góður labbó, rosalega heitt, yfir 20°c og algjör molla. Lenti í hitaskúr, helli dembu sem hefur ekki gerst í mörg ár, minnti mig á demburnar í US í gamla daga..... Búin að dotta yfir imbanum, horfa á Friends, kjafta á msn, horfa á einhverja Phantom Rider mynd sem kom af deili.is og dotta meir..

Svaka ánægð með að Kimi Raikkonen hafi náð að klára keppni loksins, og er ekki eins ánægð með að þessi andsk. EM kjaftæði er að tröllríða öllu í sjónvarpinu!!! Mér finnst allt í lagi að sýna eitthvað af þessu, en come on - öll næsta vika einkennist af EM í fótbolta!!

Engin ummæli: