sunnudagur, júní 27, 2004

Æfing með leitarhunda

Vonandi eru allir að slappa af eins og ég, að hafa það jafn náðugt og ég. Sit í uppáhaldsstólnum mínum, tíkin sofandi við hliðina á mér, og ég að horfa á Battlestar Galactica 2003 með öðru auganu.

En í gær var gaman, maður lifandi!! Við mættum á æfingu hjá Leitarhundum Slysavarnarfélags Landsbjargar kl eitt í gær, og mín alveg óð í að fara að gera eitthvað skemmtilegt. Þarna voru mættir menn með 3 aðra hunda. Þeir sýndu mér hvernig æfingar færu fram aðallega, og sýndu mér hvað við myndum byrja á hjá minni tík.
Ok, einn gaurinn tók leikfang, sem er í raun kaðall, eitthvað til að tuskast á með og hleypur með hann í burtu. Hennar hlutverk var að hlaupa til hans, "finna" hann, þá kalla ég í hana til mín. Ég hleyp svo með henni að manninum, tek dótið af honum og tuskast með hana. Enda svo á að gefa henni "bráðina"
Þetta er grunn kennsla hjá byrjendum í víðavangsleit. Síðar á hún svo að koma til mín, ég á ekki að kalla á hana, og hún á að hoppa upp á mig til að tilkynna mér fundinn, hlaupa svo með mér að viðfangsefninu.
Þeir voru mjög ánægðir með frammistöðu hennar í gær, sögðu að hún væri í mjög góðu formi,væri mjög skörp og námsfús, einbeitt og vinnuglöð. Þeir/við tókum nokkrar æfingar með hana, og hún stóðst þær fullkomlega miðað við byrjanda.
Þeir buðu okkur velkomnar í hópinn, og við fáum að vera með framvegis, þeir telja hana gott efni í leitarhund og ákveðið var að byrja strax á að vinna með hana og þjálfa hana upp í úttekt fyrir flokk C. (neðst á síðunni)
Það sem var snilld var að hún fílaði sig í tætlur, henni fannst þetta svo gaman, hún átti svo heima í þessu, að gera eitthvað, fá svona skipanir frá mér, gera eitthvað nýtilegt. Við eigum að hafa samband við mann á Blönduósi sem mun senda okkur svona kápu fyrir hana, sem hún lærir að tengja við vinnuna, þegar hún er sett í þessa kápu (sem lítur mest út sem skikkja)þá veit hún að nú er ekki "leiktími" og ég á að hætta að leika við hana heima með að fela dót og láta hana finna það.
Ég á að æfa hana í þessu, fá einhvern til að hlaupa út í móa, og hún að leita.
Mér þótti þetta líka geggjað gaman, hlaupa út og suður um alla móa til að elta hunda eða fela mig fyrir hundi. Við skiptumst á um að fela okkur.
Þegar við vorum komnar heim, var hún svo sæl, svöng og hamingjusöm, lífsgleðin geislaði af henni. Þetta er eitthvað sem við eigum eftir að stunda áfram. Og hver veit, kannski seinna meir nær hún að skipta sköpum með vinnu sinni og þjálfun.

Engin ummæli: