fimmtudagur, júní 17, 2004

Gleðilegan Þjóðhátíðardag!!

"hæ hó jibbíei og jibbíei
það er kominn 17. júni"


Aveg týpískt - ég vöknuð svona snemma á frídegi!! Búin að fara með tíkina út í labbó, og er að spá í að fara bara að leika mér í tölvunni. Það er frekar leiðinlegt veður ennþá, en ég gruna að það eigi eftri að skána.

Þessi vika hefur verið bara alveg eins og hinar vikurnar, ég vinn, drepast í baki, sleiki sólina þegar tækifæri gefst, og sef þess á milli. Merkilegt hvað maður verður sybbinn á að vakna svona snemma.

En annars er allt gott að frétta og ég vona að þið eigið ánægjulegan þjóðhátíðardag!!!

Engin ummæli: