sunnudagur, ágúst 01, 2004

Akureyri dagur 4 -laugardagur

Ahh gott veður – sól og blíða. Svaf eitthvað lítið í nótt, læti úti. Tengdapabbi býr við Þingholtsstræti og húsið stendur rétt fyrir neðan gatnamótin við Kaupang. Þar er mikið labbað framhjá til að komast upp á tjaldstæðin, og alls konar læti heyrðust fram eftir allri nóttu. Þegar ég fór af stað í morgun með tíkina þá keyrðum við framhjá allaveganna draugum. Fékk á tilfinninguna að sumir hefðu jafnvel sofið á Ráðhústorginu sjálfu undir sviðinu, voru það sjúskaðir og myglaðir.
Ekki er dagurinn skipulagður mikið. Enda er oft líka gott að taka lifinu með ró og vera ekkert að stressa sig.
Fórum hins vegar í bíó í gærkveldi, sáum King Arthur. Ég var virkilega hrifin af þeirri mynd, nema filman eitthvað skemmd hjá þeim því það voru bæði mega hljóðtruflanir og skemmdir í myndinni. Þarf að ná í hana af netinu til að horfa á hana í almennilegum gæðum. En myndin sjálf er virkilega skemmtileg, mæli með að sjá hana. Þeir setja upp gömlu söguna um Arthur konung, Lancelot og wizardinn Merlin á enn einn nýjan máta. Ég hef séð nokkrar útgáfur af þessari sögu og lesið margar bækur og er engin eins og mér finnst þetta alltaf jafn skemmtilegt.

Engin ummæli: