miðvikudagur, október 27, 2004

Geggjadur timi i London

hallo elskurnar minar,. Thad er buid ad vera hrein snilld herna hja okkur! Vid erum buin ad vera mjog heppin med vedur. Budirnar eru snilld, rosalega mikid haegt ad kaupa og eyda peningunum sinum i. Tolvubudirnar eru nattla bara snilld!! Allt svo odyrt. Vid erum buin ad skoda nokkur sofn lika, Natural History Museum, Science Museum, dagsferd i gaer til Stonehenge og til borgarinnar Bath med Romversku bodunum. Planid er i dag ad fara i British Museum og i London Dungeon. Vid skruppum i bio i IMax bio sem er 3D bio med MEGA stort tjald!! Hrein snilld!
Vid erum buin ad hafa thad rosalega gott og gaman. Hreinlega ad njota thess ad vera bara tvo a ferd og ekkert stress. Ut ad borda a hverju kvoldi, og dekra okkur hreinlega.
Vid erum buin ad labba um fullt af gotum i London, og langar mig til ad skoda Notting Hill hverfid lika, utimarkadina thar.
Vid erum komin i ro um niu a kvoldin, thar sem eg hreinlega hef ekki uthald i ad labba endalaust og verd nattla ad taka tillit til thess ad eg er ekki kona einsomul. Og njotum vid thess ad slappa af, sofna snemma og vakna hress daginn eftir til ad skoda eitthvad nytt.
Bid ad heilsa ykkur ad sinni!

föstudagur, október 22, 2004

London cool mar!!

Vid erum komin a Oxford, og auddad fundum strax internetstad!!! Simar verda a silent svo ef thid viljid hafa samband tha senda meil!
Hafid thad gott
Gudrun og Hjolli

fimmtudagur, október 21, 2004

Komin í borgina

enn og aftur. Vorum komin í hádeginu, svaka dulega að vakna snemma og keyra frá A-eyri. Kítara er á hundahóteli, var soldið erfitt að skilja hana eftir þar, en eins og ég hef sagt áður þá höfum við báðar gott af þessu. Og auðvitað ef þetta gegnur vel með hana núna þá er það gott mál ef mann langar til að skreppa til R-víkur yfir helgi og þurfa ekki alltaf að biðja mömmu og pabba að passa. Hótelið sjálft leit mjög vel út, snyrtilegt og nóg pláss fyrir hundana í búrunum sínum með nægan mat í döllum, og fullann aðgang að útibúri sem er fyrir þá sjálfa. Einnig er stór girðing sem þeir geta allir verið saman. Hún á sennilegast eftir að skemmta sér vel.
En við erum búin að gera það sem við þurftum að gera í bænum í dag. Svo núna er allt klárt fyrir ferðina á morgun og lítið annað að gera en að slappa af þangað til. Áætlað er að fara á Ítalíu í kvöld og bjóða gestgjafanum okkar með. Fóðra þarf fátæka námsmanninn líka!! Sem á það svo skilið þar sem hún gerir lítið annað þessa dagana en að læra.
En þangað til næst - hafið það gott og sjáumst hress!!

miðvikudagur, október 20, 2004

Erum að leggja í hann

og það er ekki laust við að littla hjartað mitt ólmi af spenningi. Veðrið er ok, rigning dauðans, og eins og áður hefur komið fram þá var ég einmitt að vonast til þess svo snjórinn færi áður en ég keyrði yfir örævin. Og eins og vanalega lítur út fyrir að Fagridalurinn (milli Reyð og Egs) er verstur.
Svo maður ætti ekki að vera í neinum vandræðum ef maður keyrir eins og manneskja.

þriðjudagur, október 19, 2004

Vaknaði kl fjögur

gat ómögulega sofnað aftur. Snjórinn er að bráðna strax aftur og það eru rigningarlæti úti, og auk þess sem ég hrekk alltaf við þegar snjórinn fellur niður af þakinu, blautur og þungur og skellur á jörðinni fyrir neðan gluggann minn.
Svo ég ákvað að nýta tækifærið og læra á meðan svona rólegt væri. Tilvalið að hlusta á nokkra fyrirlestra með kaffibolla í rólegheitunum. Enda vil ég ekki koma heim frá London og eiga mikið uppsafnað.
Hlakka ekkert smá mikið til að fara.

mánudagur, október 18, 2004

sorry.... London here I come!!

ok það er ekki hlaupið að því að fara til US með skömmum fyrirvara svo við fengum að breyta og förum til London í staðinn. Og fáum flugmiðunum breytt í pakkatilboð með hóteli og alles. Við höfum hvorugt farið til London svo það verður bara gaman að sjá eitthvað nýtt. Hlakka geggjað til !!! Svo núna förum við út 22 okt og komum heim 29 okt! Keyrum semst suður á fimmtudag.
Og úti snjóar og snjóar! Það er búið að snjóa síðan um 10 í morgun og guttarnir eru þegar farnir að hreinsa götur. Búin að fara í rallýbílaakstur í skaflinum sem myndast alltaf á stæðinu mínu, og er alltaf jafn ánægð með góða bílinn minn sem er þokkalega duglegur í snjó!
En það er svo eins og vanalega önnur saga með blessaðan lærdóminn og skilning minn á honum. En ég er búin að ná að klambra saman alveg sjálf svona þokkalega í áttina að því sem við eigum að skila á þriðjudag, þe á morgun. Kemur allt í ljós.
Ég er að fara til London - jey!!!

laugardagur, október 16, 2004

Orlando here I come!!!

Við ætlum að skella okkur í smá reisu. Eigum flug til Orlando 24 okt, og heim aftur 2 nóv. Hlakka geggjað til - stressuð og spennt en hlakka meira til svo stressið skyggir ekkert á. Kítara verður á hundahótelinu á Kjalarnesi, hún (og ég líka) hefur bara gott af því. Knúsan okkar hún Dóa ætlar að hýsa okkur þá daga sem við verðum í bænum en áætlað er að koma aftur í bæinn á fimmtudag næsta!
Okkur er búið að langa til að fara út í langan tíma, bara tvö ein, gera eitthvað bara tvö ein. Og núna er ágætis tími, mér líður vel, get tekið viku frá námi (með að læra hellings og meir á undan og á eftir - en það er vel þess virði) þar sem prófin byrja ekki fyrr en um miðjan nóv. Ljósmóðirin mín sagði að það væri ekkert því til fyrirstöðu að fara, ég væri hraust, okkur báðum liði vel (mér og bumbubúa) svo við ættum endilega að nýta tækifærið á meðan gæfist. Guð má vita hvenær við fáum tækifæri til þess aftur!!
Sem sagt taka frí frá öllu áður en allt byrjar!

föstudagur, október 15, 2004

Föstudagur í mér

Ég hreinlega nenni ekki að læra núna. Ætti að vinna að verkefni í C++ eða klára heimavinnu í Enskunni, en ég bara hreinlega er í engu stuði. Hjölli var að reyna að setja í vélina mína þá stærstu örraviftu sem ég hef séð og hún er enginn smá hlunkur. En hún passaði ekki (grátur grátur) svo ég verð að halda áfram að þjösnast ekki á vélinni minni. Ég hef Tölvulistann grunaðann um græsku þar sem Hjölli keypti uppfærslu í tölvuna mína í vor, og sú uppfærsla hljómaði upp á 3200 örra, ok flott kúl, en svo þegar átti að fara að yfirklukka græsið þá var ekki alveg allt eins og átti að vera og Hjölli fór að skoða örrann - þá er hann yfirklukkaður í 3200!! og þar af leiðandi hitnar hann frekar mikið því viftan er ekki alveg að höndla álagið. Örrinn sjálfur er ekki nema 2700 !! hmm Hjölli ætlar að athuga þetta betur og gera vesen ef þetta reynist rétt (ég persónulega hef aldrei treyst Tölvulistanum, hef alltaf neytenda bókina við hendina þegar ég þarf að eiga eitthvað við þá)
Magnað að pikka þegar maður er búinn að klippa klærnar!!!

fimmtudagur, október 14, 2004

Mikið gott að koma heim.

Mánudagskvöldið hitti ég Jóhönnu aftur, semst höfðum betri tíma til að spjalla og sömuleiðis hittum við Vésa. Sátum heillengi og böbluðum út í eitt.
Þriðjudagurinn var tekinn með rólegheitum fram eftir. Fórum í sund, fengum okkur morgunverð og kíktum í Kringluna. Verlsaði mér fleiri föt og var það smá góð tilfinning. Núna get ég litið sómasamlega út, og ekki alltaf verið í sömu flíkunum.
Náðum okkur í mega flott tilboð í Elko. Uppþvottavél með 30þ afslætti þar sem hún hafði verið send fyrir mistök út á land. Ég smá happy - auk þess náðum við okkur í heimilissíma, svo núna er hægt að hringja í mig heimasími vs heimasími og spara þannig nokkuð margar krónur!!! Náði þar í CSI 2 leikinn Dark Motives, en hann mun sennilegast verða desemberleikurinn minn þegar prófin eru búin og ég get lítið annað gert en að liggja í sófa með lappann á kúlunni :o)
Við lögðum af stað úr bænum um þrjú, kíktum í kaffi til vinafólks okkar á Akureyri, og vorum komin í Mývó um 22:00 mega þreytt.
Tíkin varð vitlaus þegar hún hitti okkur aftur, hljóp í hringi og vissi ekkert hvernig hún átti að láta.
Tókum gærdaginn (miðvikudag) rólega fram yfir hádegi. Mamma var á morgunvakt og ég vildi ná á henni áður en við færum austur aftur. Nappaði af henni skyrtur sem passa vel utan um mig og sumar sennilegast vel út meðgönguna :o)
Brunuðum svo heim, og það var skelfilega gott að komast heim. Gerðum ekkert nema að henda pizzu í ofninn og leggjast í leti fyrir framan imbann. Tíkin lagðist strax til fóta á lazy-boy og þar sofnuðum við tvær fyrir klukkan átta - algjörlega búnar á því.
Annars er dagurinn í dag búinn að vera fínn. Naut þess að fá mér gott kaffi úr nýju cappucino vélinni minni (slurp). Annasamur fyrir hádegi, lærði á fullu og tók miðannarprófið mitt í Tölvuhögun, sem ég er meira að segja búin að setja í sniglapóst til kennarans.
Hjölli setti upp ofninn í herberginu mínu svo núna er ég alveg laus við að vakna á morgnana og hríðskjálfa á meðan það er að hitna. Áður var ég með svona frístandandi olíuofn sem stungið er í samband. En vegna þess hve miklu rafmagni hann eyddi þá var maður ekkert með hann í gangi í tíma og ótíma, heldur lækkað á honum yfir næturnar, kynnt vel á morgnana og svo lækkað aftur þegar ætluðum hita er náð. Laus við þetta bras núna = magnað!!

mánudagur, október 11, 2004

Hætt í dag

Þá erum við komin í stopp eftir daginn. Enda búin að vera geggjað dugleg í dag. Hittum Vilborgu í hádegismat, sem var frábært, alltaf gaman að hitta hana! Og eftir daginn eigum við fullt af nýju flottu dóti:
  • Náðum í ofna og kaminu og komum þvi á bíl heim.
  • Náðum í hundamat, fyrir okkur og pabba, og nýjar hundamatarskálar handa prinsessunni.
  • Náðum okkur í nýja flotta kaffivél á afslætti í Byko sem gerir geggjað kaffi, og ég keypti fullt af góðu kaffi til að hafa með heim þar sem búðin heima selur bara þetta venjulega merrild og gevalia kaffi.
  • Fórum og náðum okkur í nauðsynjar fyrir tölvurnar, viftur aðallega.
  • Náði mér í olíu í Þumalínu sem varnar sliti og er góð sem nuddolía, hlakka til að byrja að nota hana og slaka á.

Núna sitjum við í pásu. Ætla að ná að hitta á Jóhönnu á eftir yfir rólegum kaffibolla. Hjölli ætlar að hitta Vésa vin sinn yfir rólegum kaffibolla - en sennilegast á öðru kaffihúsi.

Góðir dagar.

Jamm þetta er búið að vera skemmtilegt. Við fórum þreytt í sund á laugardaginn og komum endurnærð í mat til systur Hjölla á laugardagskvöldið. Mjög ánægjuleg stund þar.
Sunnudagurinn hófst með sundi og svo brilliant morgunverði á Gráa Kettinum. Klassi að geta sest inn svona snemma á sunnudegi, fengið sér staðgóðan morgunverð, kaffi og litið í blöðin áður en skólinn byrjaði þann dag.
Skólinn var fínn. Var virkilega ánægð með útkomu úr verkefninu mínu og miðannarprófstesti sem við tókum svo að segja upp á sportið þar sem það gildir ekki. Lærði hellings og meir í gær, réðst á kennarann og pikkaði breinið hans á milljón, og spurði hann um allt sem ég hef verið að velta fyrir mér. Líður miklu betur á eftir, og náði að öðlast meira sjálfstraust varðandi námið. Hann líka sagði að hann hefði engar áhyggjur af mér þar sem hann fyndi fyrir góðum skilning hjá mér varðandi hvað við værum að læra og gera.
Eftir skóla í gær fórum við að sjá myndina Cellular í Laugarásbíó. Mjög skemmtileg mynd, en flottast þótti mér auglýsingin frá Smáís í startið. Langaði helst til að taka hana upp á videocameru og lóda henni á netið.... bara svona upp á sportið :o)
Svo loks náði ég að hitta á Dóu vinkonu. Sátum á Kaffi Victor og áttum fína kjaftistund.
Svo í dag byrjaði dagurinn kl sjö, í sund, bíllinn bónaður, kaffi á Mílano, fullt af stöðum til að fara og vinna og skoða og brasa og útrétta. Núna er smá stund til að pústa. Sviss mokka á Victor.
Hádegismaturinn er lunchdate með Vilborgu. Hlakka til að hitta hana líka. Þá er ég búin að ná að hitta 3 af mínum 4 bestu vinkonum :o) Og verður það að teljast mjög gott þar sem tíminn hefur ekki verið of mikill. Á svona helgum mætti sólarhringurinn vera allt að 36 klst svo maður nái að gera allt og hitta alla sem mann langar til að hitta.
Mamma er búin að hringja daglega með skýrslu varðandi tíkina, en hún hefur það rosalega gott, popp, pizzuskorpur, labbóar og dúll. Yndislegt, sakna hennar smá......

sunnudagur, október 10, 2004

Verð að segja ykkur!

En ég var að fá úr skilaverkefni 3 og viti menn - þó svo ég hafi ekki náð að klára það fyllilega þá samt náði ég að klára það sem hann vildi fá og ég fékk 10!!
Takk fyrir aðstoðina mín kæra Vilborg!!

laugardagur, október 09, 2004

Lifði af

jæja þá er dagur 1 búinn í skólanum. Byrjaði kl níu í morgun og við fórum yfir 3 kafla í bókinni. Sem annars var tekið í dagnáminu á miklu fleiri dögum. En þetta var fínt samt sem áður, þó síðasta klukkutímann var heilinn 0rðinn nokkuð gegnsósa af informations.
Núna ætlum við að slaka okkur niður og fara í sund, áður en næsta lota tekur við í dag, en það er matarboð hjá systur Hjölla og hele familien.
Hafið það gott dúllurnar mínar

föstudagur, október 08, 2004

Þreyttur...

Þegar maður er ekki kona einsömul þá hefur maður hreinlega ekki sama úthald og undir venjulegum kringumstæðum. Núna er ég gjörsamlega uppgefin og klukkan ekki orðin sex. Erum búin að gera fullt í dag, en vegna óviðráðanlegra orsaka þá gátum við ekki gert nærri allt.
Langar til að hitta alla, hef verið að hugsa um "opinn kaffihúsatíma" en hreinlega hef ekki glóru um hvenær sá tími ætti að vera. Er í hádegishléi í skólanum báða dagana, sennilegast klukkutíma í senn. En þori þó ekki að staðfesta það hér og nú. Kannski möguleiki á eftir skóla á morgun, þe eftir kl 16:00 á einhverju kaffihúsi. Kannski mælir Dóa með Amokka kaffi??

fimmtudagur, október 07, 2004

Höfuðborgin

Sælinú
Við erum komin í menninguna, á grútskítugum bíl, á nöglum. Við löggðum af stað í sveitina í gær þar sem Kítara heldur sig við mjög svo gott yfirlæti (búin að fá popp og vídeó í dag) Setti naglana undir í gærmorgun áður en við héldum af stað, og þó þeir spænist kannski upp hérna á suðurlandi, þá sá ég sko ekki eftir því í gær á leiðinni frá Egs í Mývó, þar sem það var hált sumstaðar á leiðinni, og tvisvar keyrðum við framhjá bílum sem hreinlega höfðu flogið langt út fyrir veginn. Semst veturinn með hálkunni kom greinilega sumum ökumönnum á óvart.
En við löggðum af stað snemma í morgun til að geta nýtt daginn eitthvað hérna í dag.
Um helgina er svo vinnulota hjá mér í skólanum - laug frá 09:00 - 16:00 og sunn frá 10:00 - 16:00. það verður bara gaman að sjá aftur framan í liðið og ná að spyrja kennarana almennilega um þá þætti sem liggja ekki alveg ljóst fyrir.
En semst ferðin gekk vel, þó sé ekki það auðveldasta að keyra þessa leið komin á 7 mánuð. Þurfti að stoppa í hverri sjoppu til að rétta úr mér og pissa.
En súkkulaði kaffið á café Victor er eins og plástur á þreytuna sem myndaðist við aksturinn.
Hafið það gott dúllurnar mínar.

miðvikudagur, október 06, 2004

Stormur, kertaljós og kaffi...

Vaknaði við þetta sama og venjulega. Kom mér engann veginn fyrir. Fór niður á klóið, mætti tíkinni með sitt litla hjarta; hún gat ekki sofið sjálf vegna stormsins sem glymur úti. Leyfði henni að skríða til okkar. Kannski fannst mér líka sjálfri betra að hafa hana hjá mér. En lætin í veðrinu orsökuðu það að ég gat ómögulega sofnað aftur.
Skreið framúr, þau rumskuðu, lyftu hausum, löggðust svo aftur og steinsofnuðu. Ég ákvað að hella mér upp á kaffi, ilmandi súkkulaði möndlukaffi, kveikti á kertum og hækkaði á ofninum í tölvuherberginu. Ekkert smá notalegt.

sunnudagur, október 03, 2004

Flottasta tölvuherbergi

í heimi!!!! Það er mitt tölvuherbergi núna!! Hjölli snaraði parketti á í dag, og það er svo flott að sjá það, gefur herberginu allt annað lúkk, stækkar það og lýsir upp. Hjölli setti einnig upp hillu fyrir ofan skrifborðið mitt með ljósi, svo núna er lýsingin yfir borðið allt önnur. Allt annað að sitja og lesa og læra núna!! Auk þess sem þá skapast meira pláss á borðinu (sem annars er huge) Meiriháttar!!!!

Skemmtilegur laugardagur

Og rólegur sunnudagur - en sem komið er.
En í gær gat ég ekki sofið nema til fimm. Á stundum erfitt með að koma mér fyrir í rúminu svo þægilegt sé að sofa. Er enn að venjast þessari kúlu minni sem á bara eftir að stækka.
Svo ég fór framúr og byrjaði að læra. Tók Tölvuhögun fyrir og kláraði alla fyrirlestra sem ég átti eftir og fór í saumana á köflunum sem ég hafði ekki náð að fara í almennilega.
Um tíu skriðu þau á fætur, og þá færðist aðeins meira líf í húsið. Hjölli kláraði að parkett leggja herbergið sitt og það lítur geggjað vel út!!
Eftir hádegi ákváðum við að skella okkur til Egs, bara svona til tilbreytingar. Auk þess fannst Hjölla búrið, frystikistan og ísskápurinn eitthvað tómlegt. Hlutir sem ég hreinlega fatta ekki.
Biluð rigning, en who cares! Svo við fórum í Bónus, og BT (merkilegt nokk við versluðum ekkert i BT !!! ) Og í sund! Ohhh hvað það var gott að komast í sund, og í pottinn, bara til að slaka sér niður og slaka á. Splæstum hömmurum í söluskálanum, og þeir eru geggjað góðir þar. Semst svona algjör dekurdagur hjá okkur.
Þegar heim var komið var ég alveg búin - enda klukkan orðin sjö. Þá bara slappaði ég af fyrir framan tv, tölvulaust.
Núna er ég búin að ryðja úr herberginu mínu ölllu sem ég má ryðja sjálf. Hjölli ætlar að leggja parkett á það í dag. Svo núna sitjum við Kítara í lazyboy, með tölvuna á milli okkar (eða svona - þarf reglulega að ýta eyranu hennar í burtu af lyklaborðinu) gæðum okkur á súkkulaðibitakökum aLa Dóa, og látum fara vel um okkur. Enginn lærdómur í dag, ekkert stress, bara afslöppun!

laugardagur, október 02, 2004

****geisp****

Jamm ég er vöknuð og meira að segja þó nokkuð síðan. Þetta eru afleiðingar af ótalmörgun klósettferðum og vegna líkamlegra breytingar sem gera það að verkum að maður getur engann veginn komið sér fyrir.
En nóg um það, nýt þess að sitja og hafa það náðugt í kyrrðinni, sötra ljúffengt kaffi og vera ekkert að stressa mig á hlutunum, það er jú laugardagur í dag.
Hjölli kom heim um hádegið á miðvikudaginn. Allt gott og blessað varðandi það. Kom heim með fullt fullt af parketi - jey!!
Mamma, Þórhalla systir og Hjörtur Smári komu á fimmtudaginn. Var frábært að hitta þau, og áttum notalegan dag saman. Og mamma sagði að það ætti ekki að vera neitt mál að passa fyrir okkur í næstu viku - svo ég get farið róleg til R-víkur, vitandi að það fer vel um litlu prinsessuna mína. Svo við komum í bæinn á fimmtudaginn!!
Gærdagurinn fór í verkefnið, alveg! Reyndar hafa allar lausar stundir hinna daganna líka farið í þetta blessaða verkefni. Og aftur kom Vilborg mér til aðstoðar þessi elska!! Hún náði að skýra út fyrir mér hluti sem kennarinn var í engri átt með! Way to go Vilborg!!
Hjölli Byrjaði á að parketleggja sitt herbergi, klárum það í dag, og ráðumst svo á mitt herbergi. Rosalega verður gaman að losna við þetta gamla teppi af herberginu, enda er líka allt annað að sjá herbergið hans í dag! (ég er þá alltsvo að tala um tölvuherbergin okkar)
Já við fórum í mæðraskoðun á fimmtudaginn. Allt í gúddí, life and kicking, nema ég er með grindarlosun eitthvað á byrjunar stigi, og á að dæla í mig b1 og b6 vítamínum. Þetta er eitthvað afar algengt og enn ekkert til að hafa áhyggjur af segja þeir, enda er þetta ekkert að há mér eins og hann (læknirinn) hélt í fyrstu. Verkirnir sem ég hef leiða ekkert út frá sér, og ef ég passa mig og fer rólega í hlutina þá ætti ég að vera ok. Nema ég má ekki ryksuga og hitt og þetta.
En helgin er frátekin undir Tölvuhögun þar sem hún hefur fengið að sitja á hakanum sl viku. Og afslappelsi þar á milli. Kannski meira að segja næ ég að plata manninn minn með mér í sund...
Eigið góða helgi dúllurnar mínar!!